Helsingforssamningurinn er 50 ára í dag

Í dag eru 50 ár síðan "Helsingforsáttmálinn" var undirritaður, norrænt samstarf hefur virkað vel í gegn um tíðina og lifir enn þrátt fyrir að löndin hafi tekið ýmsar stefnur óháð hvert öðru, 3 eru í ESB þó bæði Grænland og Færeyjar hafi undanþágu að eigin ósk, er Danmörk, Svíþjóð og Finnland með, meðan Ísland og Noregur (ásamt Grænlandi og Færeyjum) utan, samstarfið virkar, kannski ekki svo sýnilega á opinbera vettvanginum, en þess betur á því félagslega, hjá hinum almenna borgara, þetta kemur vel fram núna bæði í því hvernig námsfólk, íþróttafólk og venjulegir launþegar geta flutt sig milli landa án verulegrar skriffinsku og annarra vandræða, jafn auðveldlega og milli bæja í sínu heimalandi, næstum segi ég því mismunandi tollareglur setja vissar hindranir varðandi ökutæki t.d. og sjálfsagt eitt og annað.

Tvísköttunarsamningurinn, samstarf um félagslega aðstoð og réttindi omfl. er einmitt það sem kemur sér vel þegar fólk flytur milli þessarra landa, enn persónulega finnst mér að samstarf ríkjanna mætti vera betra á pólítíska sviðinu, í stað þess að eyða orku í deilur um kvóta og margt annað, því slagkraftur Norðurlanda er alls ekki lítill á heimsvísu ef komið er fram saman, en líklega er því miður langt í það, fer þó líklega eftir málum hverju sinni.

Til hamingju samt með 50 ára samstarf sem að mörgu leyti er gott, en gæti verið enn betra.

MBKV

KH


mbl.is Norðurlandaráð fundar í Alþingishúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð áhöld eru gulls ígldi

Svona fréttir ylja gömlum útfluttum frónbúa, ylja en vekja enga undrun, maður veit að það finnst fullt af fólki með sköpunargáfu og áræði til hrinda þeim í framkvæmd, á Íslandi.

Þegar ég kom hingað til Noregs 1985, var að mörgu leiti eins og að koma í annann heim og að sumu leiti ekki, eitt af því sem kom manni mest á óvart voru móttökurnar sem maður fékk í bönkunum, nú skal satt segja að á þessum árum í Noregi, lágu lánin laust og afleiðingarnar af því komu svo að fullu í ljós 1992, en það að auðvelt var að fá lán, var ekki endilega það sem kom mest á óvart, heldur hvernig var að því staðið, allavega hjá "okkar" banka.

Það var farið með manni (ekki fyrir mann) í gegn um fjárfestinguna, í okkar tilfelli nýbygging af einbýlishúsi tilbúið til að flytja inn í, með öllum innréttingum og tækjum, bara það eitt var nú ekki sjálfsagður hlutur á Íslandi á þeim tíma, við fórum saman í gegn um greiðslugetuna miðaða við tekjur og lánstíminn stilltur þannig að kaupgetan væri í samræmi við viðunandi afkomu í hverjum mánuði.

Tekið skal fram að "okkar" banki var sparisjóður í sveitarfélaginu, ekki einn þeirra þriggja sem "rúllaði" í krísunni 1992, en við verðfallið sem varð á fasteignum í þeirri krísu, hækkuðu vextir töluvert og þar sem við vorum allnokkuð skuldug, varð þetta strembið og eilífur slagur við hver mánaðarmót að ná endum saman, þá kynntumst við heimilisbókahaldi, ekki svona rafrænu eins og notast er við dag, heldur stöðluð "skjöl" sem bankinn lét okkur í té, skjöl sem gerði manni auðveldara að dreifa öllum útgjöldum ársins á 12 mánuði, þannig að þar með vissi maður hvar maður stóð gagnvart tekjunum og hvað þurfti að leggja fyrir á mánuði til að eiga fyrir "toppunum" þegar þeir komu hér og þar á árinu.

Auðvitað var fólk á Íslandi 1985 og fyrr sem kunni þetta og gerði, en ég þekkti engann, allir í skyldmenna og vinahópnum keyrðu á "þetta reddast" kerfinu, "reddaðist" hjá sumum, hjá sumum ekki.

Tilbaka til MENIGA og hugbúnaðar þeirra, þeir hljóta að hafa þróað eitthvað sem fellur vel í smekk, eitthvað betra og jafnvel hagstæðara en það sem fyrir var á markaðnum (t.d.Mamut).

Svo kemur stóra spurningin, geta svona hjálpartæki fengið fólk  til að hugsa öðruvísi en gert var á árum áður, "þetta reddast" auðvitað var sú hugsun tilkomin vegna verðbólgunnar fyrr á árum, verðtryggingaróskapnaðarins, óstöðugleika og óstjórn efnahagsmála og ekki síst lánasukksins fram að hruni.

Við vorum heppin að lenda hjá traustum sparisjóði á sínum tíma, veit sannarlega ekki hvort maður hefði haft rænu á að standa gegn "lánasölumönnum" stóru bankanna í lánasukki norðmanna á árunum 1985 til 1992, maður hefði kannski látið glepjast til að kaupa nýjann bíl, byggja helminga stærra hús en við þurftum og sitja svo skuldugur margfalt yfir greiðslugetu og það þrátt fyrir að ekki voru boðin hvorki verðtryggð né myntkörfulán hérna á þessum tíma, í staðinn var þetta bara svoldið strembið í 3 til 4 ár og síðan búið að vera leikur einn, en margir þeir sem létu glepjast, misstu allt og sátu eftir samt með stórar skuldir, kunnuglegt ??

Til hamingju MENIGA ! til hamingju með þessa viðurkenningu sem liggur í því að þið eruð búnir að koma þessu á markað, til hamingju íslendingar ! og notið nú tækifærið og notið nú þetta frábæra hjálpartæki, það getur verið og verður örugglega "sjokk" að uppgötva stöðuna í allri sinni hræðilegu mynd, en hvernig á leysa vandræðin, með eða án hjálpar, ef maður þekkir ekki vandamálið ?.

MBKV

KH


mbl.is Meniga semur við Skandiabanken
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Look to Iceland !!

Það eru margir búnir að fjalla um þetta sama þ.e. erlendis og á ýmsann hátt sbr. linkana neðst í innlegginu.

En sannleikurinn er sá að þó það megi auðvitað gagnrýna það hversu glæfralega þjóðarskútunni var stýrt meðan byr virtist góður, stýrt alltof nærri skerjunum, þannig að strand varð óumflýjanlegt þegar stormurinn skall á, þá brást skipstjórinn ískalt og yfirvegað við og gerði ráðstafanir til að skaðinn yrði sem minnstur, hann hljóp ekki frá ábyrgðinni, eins og sumir gera á ögurstundu heldur setti neyðarlög, hvað sem hefði tapast án þeirra er sjálfsagt hægt að reikna út á einn eða annann hátt, en menn völdu heldur að draga skipstjórann fyrir dóm vegna siglingarinnar fram að strandinu, þó hann hefði alls ekki ráðið einn þeirri ferð.

Þetta með neyðarlögin, ásamt því að krónan var stillt á raunvirði (gengið fellt) er það sem vekur athygli erlendis, í viðbót er það sem svo margir halda, að með þjóðaratkvæðagreiðslunni gegn Icesave samninginum, væru íslendingar virkilega að taka í lurginn á hvítflibbakrimmunum, sem alltaf tekst að plata spillta og duglausa pólítíkusa til að skera sig úr snörunni, og borga þá tapið og skuldirnar sem þessir glæframenn stofnuðu til, með almannafé í formi niðurskurðar á grunnþörfunum, auknum sköttum m.m. og vissulega var höfnun Icesave skref í þá átt að stoppa þennann hrunadans hvíflibbakrimmanna, en fylgjum við því þá eftir ??

Þá þarf hausinn uppúr sandinum og karpið um aukaatriðin að hætta, sameinast um aðalatriðin óháð flokkspólítík og áherslum í kökuskiftingu, það gerum við lýðræðslega eftir á þegar búið er að endurreisa lýðræðið, LOOK TO ICELAND eða hvað ?

MBKV KH

http://www.examiner.com/finance-examiner-in-national/greece-needs-to-look-to-iceland-as-a-model-on-how-to-save-their-economy     

http://www.truth-out.org/why-iceland-should-be-news-not/1322327303

http://grapevine.is/Features/ReadArticle/A-Deconstruction-of-Icelands-Ongoing-Revolution

http://netrightdaily.com/2011/05/iceland%E2%80%99s-revolution-against-international-bank-bailouts-goes-global/

http://www.politicsforum.org/forum/viewtopic.php?f=42&t=135106

http://www.savingiceland.org/2010/08/inside-a-charging-bull/#more-4974

http://dailyreckoning.com/first-we-conquer-iceland/


mbl.is Fjallað um „íslenska efnahagsundrið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar kenna sparnað.....?

Athyglisverður pistill hjá Frosta, en mátti tl að þusa pínu yfir honum,

http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/frostisig/1229064/

Það er auðvitað gleðiefni að íslenskur hugbúnaður fyrir heimilisbókhald, skuli vekja áhuga erlendis, og gerist ekki nema hann sé annaðhvort betri eða ódýrari en það sem fyrir er, jafnvel hvorttveggja, en að snúa þessu upp í það að nú séu "Íslendingar farnir að kenna öðrum þjóðum að spara" eins og fyrirsögnin gefur í skyn, er álíka villandi og að segja að Japanir hafi byrjað að kenna öðrum þjóðum að aka bíl, þegar þeirra bílar fóru að hasla sér völl á vesturlöndum, þeir voru nefnilega bæði betri oft og tíðum og ódýrari en margir sambærilegir sem fyrir voru.

Það myndi nú aldeilis verða saga til næsta bæjar að íslendingar færu í alvöru að kenna öðrum þjóðum rádeild og sparnað, það hefur ekki verið, né heldur er aðalsmerki okkar að spara og sýna ráðdeild, það að selja hugbúnað sem gerir fólki léttara að hafa yfirsýn yfir útgjöld og tekjur, er svona eins og með "vegprestana" hans Ómars Ragnarssonar í rallýinu, hann kallaði sérleiðapílurnar "vegpresta" vegna þess að þær vísuðu veginn en fóru hann ekki sjálfar.

Annars er bjartsýnin sem Frosti ber á borð hérna, nokkuð sem ég tek gjarnan undir.

Íslendingar munu og geta vel unnið sig útúr lægðinni sem hrunið olli, og allt í lagi taka tilsvarandi dæmi frá öðrum þjóðum fram því til áréttingar, en þýska dæmið er nú reyndar í svæsnasta lagi að nota, finnst mér allavega, hvað varðar Noreg, þá varð bankahrun hjá 3 stærstu bönkum landsins árið 1992, og já eftir sukk og brask undanfarandi ára, en það reyndist nú létt fyrir Noreg að vinna sig útúr þessu þar sem bankaumsvifin voru innan við 10% af fjárlögum meðan á Íslandi var dæmið öfugt, sumir segja að bankaumsvifin hafi verið 12 sinnum ísl. fjárlög.

það er alls ekki meiningin að draga úr stoltinu sem liggur í fyrirsögninni, en stoltið fær meira gildi og trúverðugleika ef  það er byggt á sannindum, íslendingar geta ekki kennt öðrum ráðdeildni, við kunnum það ekki svona amennt allavega, en við kunnum að búa til tækin sem til þarf og miklu meira, íslenskt framtak og hugvit er það sem kemur til með að leiða þjóðina til betri tíma, á meðan getum við svo skoðað hvort við getum svo kannski lært ráðdeildni og sparnað af öðrum.

Svo fyrir utan fyrirsögnina og frjáslegann samanburð við áföll annarra þjóða, er ég hjartans sammála Frosta.

MBKV

KH


Eitt er framsett ósk, annað endanlegur samningur

En maður lifandi, þá eru þau sem fara með aðildarviðræðurnar fyrir hönd Íslands ekki að óska eftir því að auðlindirnar falli í hendur gráðugra útlendinga,(samkvæmt framsettri ósk) en hvort þetta standi svo í endanlegum hugsanlegum samningi er allt annað.

Sama hvað, þetta að birta svona útdrátt úr samningviðræðunum er upplýsandi og jákvætt í ljósi gegnsæis og ekki minnst virðingu fyrir fólkinu sem fyrr eða seinna þarf að taka ákvörðun um aðild.

Jafnvel má vona að umræðan færist á aðeins hærra plan en hingað til,mér hefur sýnst þetta einkennast mikið af neikvæðni andstæðinga aðildar, þar sem þeir tína til allt milli himins og jarðar aðild til foráttu, aðildarsinnar aftur standa í varnarstöðu og vísa árásunum frá, minna um að þeir framsetji ágæti aðildar.

Þetta er auðvitað gríðarlegt skref að stíga, efnahagslega jú ! enda það oftast sett á oddinn eðlilega eins og ástandið er, en ekki síður menningarlega og félagslega svo eitthvað sé nefnt, margt þarf að skoða og semja um áður en skrifað er undir og þjóðin látin kjósa, mín skoðun er ekki endilega nei eða já, heldur fresta þessu þar til búið er að koma landinu á réttann kjöl aftur, að fara í aðild á "hnjánum" efnahagslega er ekki góður samningsflötur, betra að skoða þetta sem uppreist og stolt þjóð með alla ásana á hendi.

MBKV

KH


mbl.is Aðild hafi ekki áhrif á eignarhald á auðlindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel mælt Helgi !

Hér er maður sem er búinn að "afplána" 8 ár í pólítík, jákvæður, hugrakkur og ekki minnst skynsamur maður, lesið m.a. hvað hann hefur um pólítísku umræðuna að segja:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/18/hef_laert_ad_lifa_med_afollunum/

kv

KH


mbl.is Hef lært að lifa með áföllunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgamenn og skynsamt fólk

það eru auðvitað öfgamenn í öllum búðum, öfgamenn sem þramma undir fánum hugsjóna og skynsemi, þramma í nafni náttúruverndar og/eða í nafni verðmætasköpunar, einhverra hluta vegna föllum við svo í þá gryju alhæfingar að kalla alla sem sem hafa skoðanir á einni eða annarri hlið á stóriðju/virkjunarmálum og/eða nátturú vernd ÖFGAMENN !!

Í þá gryfju féll, hinn annars ágæti formaður sjálfstæðisflokksins (hafi verið hárrétt eftir honum haft) svo þegar krosstrén bregðast, þurfum við "herðatrén" ekkert að skammast okkar, er það ?

Nei við þurfum ekkert að skammast okkar endilega, en gerir ekkert til svo sem, en nær væri að taka lærdóm af þessu, fara að átta okkur á því að flestir sem "þramma" undir fánunum sem taldir voru upp hér í upphafi, eru EKKI öfgamenn, þetta er fólk með ákveðnar meiningar, meiningar og hugmyndir um hvernig eigi að verja og meðhöndla landið góða, landið sem á að geta (og gerði lengi) haldið uppi velsæld og velferð á við það besta sem við sjáum hjá þeim þjóðum sem vinsælt er að bera sig saman við.

Að Bjarni þurfi að takast á við öfl, í sínum flokki, öfl sem gjarnan má kalla öfgasinnaða stóriðjusinna, er ekki vafi, en hversu sterk þau öfl eru þegar allt kemur til alls er önnur spurning, en það er einnig mikið af skynsömu og góðu fólki innan sjálfstæðisflokksins, fólki sem vill verja auðlindunum og meðhöndla landið á sjálfbærann og skynsaman hátt.

Að forystumenn hinna flokkanna, séu að fást við "öfgafull" öfl meðal síns fólks er ekki spurning, þar eru öfl sem eru á móti ÖLLU sem lyktar af stóriðju og þar eru öfl sem sjá ekkert athugavert, í vanmætti eða viljaleysi, við að setja landið og þjóðina undir erlenda stjórn annaðhvort í myntbandalagi eða báknið ESB (ósköpin sem enginn sér fyrir endann á) eða helst hvortveggja, en það eru margir í þessum flokkum líka, sem hugsa á sama hátt og skynsamt fólk allstaðar gerir, á sama hátt hvað varðar að verja auðlindunum og meðhöndla landið af skynsemi.

Galdurinn er þá að fá þennan (er ég viss um allavega) meirihluta, til láta heyra í sér, heyra í sér innan síns flokks, taka nú almennilega þátt í lýðræðinu á öllum sviðum og stigum samfélagsins, það gerist ekki með því að karpa sí og æ með "retórikk" öfgamannanna, né kalla alla sem hafa andstæða skoðun á málinu öfgamenn.

Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir einum veigamestu gatnamótum í sögu lands og þjóðar núna, þetta eru krossgötur semsagt 4 götur, eina er búið að fara sú leið er að baki og enginn, held ég, vill þangað aftur.

Ein leiðin er til vinstri, hún er leiðin til útlanda, leiðin til að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af hvernig auðlindunum verður ráðstafað, það verður séð um það fyrir okkur, hversu mikið af afrakstrinum verður varið landi og þjóð til heilla og hversu mikið fellur í hendur "fjáglæframanna" ráðum við engu um, það ræðst bara af því hversu sterk þau öfl eru innan ESB hverju sinni.

Ein leið er til hægri, leiðin sem "öfgamenn" Bjarna (hversu margir og sterkir sem þeir kunna nú að vera) vilja fara, stórauka orkukrefjandi stóriðju, skapa áframhaldandi grundvöll fyrir "braskara" og "pappírstígra" sem taka obbann af afrakstrinum, spila með hann í útlöndum og svo þegar skellurinn og tapið kemur, er reikningurinn sendur til almennings í formi niðurskurðar og atvinnuleysis, í raun sama útkoma og ef tekinn hefði verið beygja til vinstri.

Þá er ein leið eftir, jaaá!! "miðjuleiðin" ertu að meina það ? kann einhver að spyrja, NEI !! ekki miðjuleiðin heldur BEINT ÁFRAM leiðin segi ég, beint fram fylktu liði allir sem ekki eru á öfgakantinum til hægri né vinstri, allir góðir og skynsamir kraftar úr gamla "fjórflokknum" og þessvegna úr nýju flokksbrotunum og hreyfingunum líka, JAAÁ ! ertu að fara stofna nýjan flokk þá ? spyr kannski einhver, NEI allir haldi sig á sínum stað , en láti nú i sér heyra innan sinna samtaka, heimta þjóðarsátt um grunngildin, við þekkjum þau, þekkjum þau frá "gerfi"gildunum, svo ég ætla ekki að tína þau til hér.

Á meðan unnið er í þessum grunngildum, á að slá á frest öllum áformum um inngöngu í myntbandalög og ESB, slá á frest öllum áformum um stórvirkjanir og stóriðju, auðlindirnar í og kring um landið eru í standi til að halda uppi velsæld og velferð margfalt stærri þjóðar en þessar 320000 sálir sem búa hér nú, það þarf bara að þora að slá á hendur braskaranna, sem eru búnir í taumlausri græðgi sinni, ræna og rúa heila þjóð inn að skinni og eru enn að, votir draumar um að því linni, við að fara undir efnahagsstjórn annarra landa með myntbandalagi, eiga sér enga stoð í veruleikanum, það er ekki vegna krónunnar sem slíkrar, sem vel rekin fyrirtæki flýja landið, heldur hvernig "braskararnir" eru búnir að stela henni, það á og er hægt að stöðva, ekki með karpi og öfgafullyrðingum, heldur samstöðu skynsams fólks sem ann landi sínu og þjóð.

mbkv

KH


mbl.is Vísar gagnrýni Bjarna á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarkreppa eða taka saman höndum ??

Það ER stjórnarkreppa, ekki í þessum hefðbundna skilningi, en þegar ríkjandi stjórn sér það sem aðalmál til að koma Íslandi á réttann kjöl, að koma landinu í eina eða annarskonar erlenda ánauð, þá er það stjórnarkreppa og ekkert annað.

Það er margt í ræðu Bjarna sem kallar á „komment“, eitt er þó öðru fremur sem undirrituðum langar að taka fyrir fyrst af öllu, fyrst vegna þess að þar er um að ræða eitt sleipasta og háskalegasta mál sem upp hefur komið lengi, nefnilega tillögur um að „kasta“ krónunni og taka upp  erlenda mynt, fara í mynt „bandalag“ ESB (evru) Kanada, Svíþjóð og/eða Noreg, set „bandalag“ í gæsalappir vegna þess hversu fáránlegt er að kalla slíka uppgjöf bandalag, íslendingar myndu missa ekki bara eigin stjórn á efnahagssmálum sínum, í kjölfarið hefðum ekkert að segja í baráttunni gegn öflunum sem ollu hruninu, öflunum sem enn eru við lýði og grafa um sig sem best þau geta án tilliti til landamæra.

Þetta segir Bjarni um málið: Gjaldeyrismál voru áberandi í erindi Bjarna og sagði hann, að skort hafi á yfirvegun og varúð í umræðu um gjaldmiðilinn að undanförnu. Um krónuna sagði hann: „Ef við horfum áratugi aftur í tímann sjáum við að krónan hefur verið mjög óstöðugur gjaldmiðill. Þó er það svo að þegar ríkissjóður hefur verið rekinn af ábyrgð og sátt hefur ríkt á vinnumarkaði um að halda verðbólgu í skefjum og nýta auðlindir og skapa verðmæti, þá hefur krónan aldrei brugðist okkur. Krónan hefur ekki gert annað en að endurspegla ástandið í efnahagsmálum hverju sinni.“ Hann sagði pólitíska hagmuni umfram aðra hafa valdið því að evran var innleidd í Evrópuríkjum. Bretar hafi haft varan á og ekki innleitt hana. Samstarf um sameiginlega mynt hefði í sögunni ávallt endað með tvennu: það liðast í sundur eða leitt til opinbers samruna þar sem samþætting fjármuna varð algjör.

Hann sagði að um þessar munir væri verið að róa öllum árum að því að samþætta opinber fjármál evruríkjanna, ella sjái menn að samstarfið muni liðast í sundur. Stefnt sé að enn frekari opinberum samruna evruríkjanna, og gríðarleg óvissa ríki um framtíð evrusamstarfsins. Þennan óróa, sjái allir aðrir en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, segir segi evruna einu von Íslands. „

Eina von Íslands !! er þá að leggja efnahagslífið í hendur annarra, annarra sem eru með allt aðra dagskrá en íslendingar, allt aðrar hugmyndir um hvert eigi að stefna, Jóhanna og aðrir andstæðingar íslensku krónunnar, eru eins „ræðarinn illi“ í málshættinum „Árinni kennir illur ræðari“ það versta við þetta er að með síbyljunni um að þetta sé það eina sem dugi til að koma stöðugleika og skynsamlegri stjórn á íslenskan efnahag, hefur henni tekist að fá ótrúlegann fjölda fólks til að trúa þessu, fólk heldur nefnilega að það sé eingöngu  íslenska krónan sem „skúrkar“ og spilltir handbendar þeirra, ná að braska með þannig að þeir sitja alltaf með sitt á þurru hvernig sem kreppur og hrun ríða yfir heimsbyggðina, það eina sem þetta blessaða blekkta fólk deilir um, er hvaða mynt á að fara í ánauð hjá.

Aftur til „árinnar og illa ræðarans“ gott og vel segjum sem svo að það verði fengin ný „ár“ halda menn virkilega að eigandi árinnar láti hana í hendur á „illa ræðaranum“ onei, ræðarinn verður settur á afturþóftuna og sá nýji rær með nýju árunum þangað sem hann lystir gersamlega án tillits til óska né þarfa afturþóftusetans.

Er það þetta það sem fólk virkilega vill ?  í hreinni uppgjöf gegn „skúrkunum“ sem eru búnir að leika sér alltof lengi með íslenskt efnahagslíf, leika sér og „ræna“ almenning í hvert sinn sem lægðir, kreppur og hrun (reyndar valda þeir verstu kreppunum) dynja yfir, eða er manndómur en í þessari þjóð til að grípa orð Bjarna á lofti, láta hreinsa til í ekki bara hans flokki, heldur öllum flokkum, taka lýðræðið aftur til fólksins með því að taka þátt á öllum sviðum, gefa kjörnum fulltrúum aðhald, alltaf allann tímann, það er besta lækningin gegn spillingunni, ekki að flækja sér annarra landa spillingu, hreinsa heldur til í eigin ranni.

Ef þjóðin tekur af skarið, gegn um sína flokka, þá gömlu jafnt og þá nýju, eða önnur samtök stór og smá, sameinast um það sem eru hin raunverulegu gildi, þá er krónan fullgóð og meira til, alveg eins og tungumálið (sem enginn talar nema íslendingar) þjóðin er líka alveg fullgóð sem sjálfstæð meðal jafningja, þrátt fyrir smæð, jafningja svo lengi sem ekki verðu lagst í ánauð, menningarlega, efnahagslega né félagslega.

Seinna getum við svo deilt um hver eigi að baka hvaða köku og hvenær, hvernig skifta eigi þessum kökum og hver eigi að sjá um það, það er kallað lýðræði og á að endurspegla vilja fólksins, en gerir ekki dag, íslenska krónan er í gíslingu eins og er, þar með er þjóðin í gíslingu, og enginn nema þjóðin sjálf getur komið sér úr þessari gíslingu, verði það reynt með því að fara í annarskonar gíslingu hjá einhverju erlendu ríki, er málið tapað, í eitt skifti fyrir öll.

MBKV frá Noregi (sem er eins og fleiri  alveg til í að fá Ísland á silfurfati sbr. Þessa frétt , aðrir sem nefndir hafa verið „sleikja“ líka útum)

Nei ! lærum heldur að róa eins og sæmandi er, þá mun koma í ljós að „árin“ (krónan) er meir en fullgóð, eins og Bjarni nefndi dæmi um, þegar skynsemin réði málum á Íslandi, þó stutt væri.

KH


mbl.is Stjórnarkreppa eða uppbygging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með "þjóðarsátt" um krónuna

"Árinni kennir illur ræðari" er góður og gamall íslenskur málsháttur, "Krónunni kennir lélegur leiðtogi" á við hér.

Í stað þess að vera með í bretta upp ermarnar, gera íslenskt efnahagslíf að efnahagslífi þjóðarnnar, bretta upp ermarnar og fá með sér alla góða vætti til að fá "Besta land í heimi" til að standa undir nafni aftur, reynir þessi (Ó) stjórn að koma efnahagsmálum þjóðarinnar undir erlenda stýringu, undan þeirri stýringu getur reynst erfitt að komast í framtíðinn, meðan núverandi "ránsstefnu" er enn hægt að komast undan, með því að bretta upp ermar, standa saman og læra að "róa" þannig að báturinn fari á rétta stefnu, stefnu sem ÖLL þjóðin getur sameinast um.

Því það að fá lánaðar "árar" erlendis frá, gerir okkur ekki að betri ræðurum, enda fengjum við ekki að snerta árarnar né róa þangað sem okkur langar og viljum, yrðum bara sitjandi á afturþóftunni, takandi við því sem nýju ræðararnir (eigendur áranna) ákveða hverju sinni.

MBKV

KH 


mbl.is Vill þjóðarsátt um gjaldmiðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Giftast "Freyju" til að komast í bólið með frænkunni..

"Þá sagðist hann vona að ef Ísland gengi í sambandið myndi það fá Norðmenn til þess að gera slíkt hið sama. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC í dag."

Það mega þeir eiga, missa stöðugt útúr sér hvað liggur að baki þessari "ást" á Íslendingum og stanslausu bónorði til þeirra, reyndar gerð krafa til ríflegrar meðgjafar (Icesave), en svo snýst þetta allt um að koma "frænkunni" undir sængina.

MMBKV frá "frænku" landinu

KH


mbl.is Skortir umræðu um kosti ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 604

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband