Öfgamenn og skynsamt fólk

það eru auðvitað öfgamenn í öllum búðum, öfgamenn sem þramma undir fánum hugsjóna og skynsemi, þramma í nafni náttúruverndar og/eða í nafni verðmætasköpunar, einhverra hluta vegna föllum við svo í þá gryju alhæfingar að kalla alla sem sem hafa skoðanir á einni eða annarri hlið á stóriðju/virkjunarmálum og/eða nátturú vernd ÖFGAMENN !!

Í þá gryfju féll, hinn annars ágæti formaður sjálfstæðisflokksins (hafi verið hárrétt eftir honum haft) svo þegar krosstrén bregðast, þurfum við "herðatrén" ekkert að skammast okkar, er það ?

Nei við þurfum ekkert að skammast okkar endilega, en gerir ekkert til svo sem, en nær væri að taka lærdóm af þessu, fara að átta okkur á því að flestir sem "þramma" undir fánunum sem taldir voru upp hér í upphafi, eru EKKI öfgamenn, þetta er fólk með ákveðnar meiningar, meiningar og hugmyndir um hvernig eigi að verja og meðhöndla landið góða, landið sem á að geta (og gerði lengi) haldið uppi velsæld og velferð á við það besta sem við sjáum hjá þeim þjóðum sem vinsælt er að bera sig saman við.

Að Bjarni þurfi að takast á við öfl, í sínum flokki, öfl sem gjarnan má kalla öfgasinnaða stóriðjusinna, er ekki vafi, en hversu sterk þau öfl eru þegar allt kemur til alls er önnur spurning, en það er einnig mikið af skynsömu og góðu fólki innan sjálfstæðisflokksins, fólki sem vill verja auðlindunum og meðhöndla landið á sjálfbærann og skynsaman hátt.

Að forystumenn hinna flokkanna, séu að fást við "öfgafull" öfl meðal síns fólks er ekki spurning, þar eru öfl sem eru á móti ÖLLU sem lyktar af stóriðju og þar eru öfl sem sjá ekkert athugavert, í vanmætti eða viljaleysi, við að setja landið og þjóðina undir erlenda stjórn annaðhvort í myntbandalagi eða báknið ESB (ósköpin sem enginn sér fyrir endann á) eða helst hvortveggja, en það eru margir í þessum flokkum líka, sem hugsa á sama hátt og skynsamt fólk allstaðar gerir, á sama hátt hvað varðar að verja auðlindunum og meðhöndla landið af skynsemi.

Galdurinn er þá að fá þennan (er ég viss um allavega) meirihluta, til láta heyra í sér, heyra í sér innan síns flokks, taka nú almennilega þátt í lýðræðinu á öllum sviðum og stigum samfélagsins, það gerist ekki með því að karpa sí og æ með "retórikk" öfgamannanna, né kalla alla sem hafa andstæða skoðun á málinu öfgamenn.

Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir einum veigamestu gatnamótum í sögu lands og þjóðar núna, þetta eru krossgötur semsagt 4 götur, eina er búið að fara sú leið er að baki og enginn, held ég, vill þangað aftur.

Ein leiðin er til vinstri, hún er leiðin til útlanda, leiðin til að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af hvernig auðlindunum verður ráðstafað, það verður séð um það fyrir okkur, hversu mikið af afrakstrinum verður varið landi og þjóð til heilla og hversu mikið fellur í hendur "fjáglæframanna" ráðum við engu um, það ræðst bara af því hversu sterk þau öfl eru innan ESB hverju sinni.

Ein leið er til hægri, leiðin sem "öfgamenn" Bjarna (hversu margir og sterkir sem þeir kunna nú að vera) vilja fara, stórauka orkukrefjandi stóriðju, skapa áframhaldandi grundvöll fyrir "braskara" og "pappírstígra" sem taka obbann af afrakstrinum, spila með hann í útlöndum og svo þegar skellurinn og tapið kemur, er reikningurinn sendur til almennings í formi niðurskurðar og atvinnuleysis, í raun sama útkoma og ef tekinn hefði verið beygja til vinstri.

Þá er ein leið eftir, jaaá!! "miðjuleiðin" ertu að meina það ? kann einhver að spyrja, NEI !! ekki miðjuleiðin heldur BEINT ÁFRAM leiðin segi ég, beint fram fylktu liði allir sem ekki eru á öfgakantinum til hægri né vinstri, allir góðir og skynsamir kraftar úr gamla "fjórflokknum" og þessvegna úr nýju flokksbrotunum og hreyfingunum líka, JAAÁ ! ertu að fara stofna nýjan flokk þá ? spyr kannski einhver, NEI allir haldi sig á sínum stað , en láti nú i sér heyra innan sinna samtaka, heimta þjóðarsátt um grunngildin, við þekkjum þau, þekkjum þau frá "gerfi"gildunum, svo ég ætla ekki að tína þau til hér.

Á meðan unnið er í þessum grunngildum, á að slá á frest öllum áformum um inngöngu í myntbandalög og ESB, slá á frest öllum áformum um stórvirkjanir og stóriðju, auðlindirnar í og kring um landið eru í standi til að halda uppi velsæld og velferð margfalt stærri þjóðar en þessar 320000 sálir sem búa hér nú, það þarf bara að þora að slá á hendur braskaranna, sem eru búnir í taumlausri græðgi sinni, ræna og rúa heila þjóð inn að skinni og eru enn að, votir draumar um að því linni, við að fara undir efnahagsstjórn annarra landa með myntbandalagi, eiga sér enga stoð í veruleikanum, það er ekki vegna krónunnar sem slíkrar, sem vel rekin fyrirtæki flýja landið, heldur hvernig "braskararnir" eru búnir að stela henni, það á og er hægt að stöðva, ekki með karpi og öfgafullyrðingum, heldur samstöðu skynsams fólks sem ann landi sínu og þjóð.

mbkv

KH


mbl.is Vísar gagnrýni Bjarna á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hér er maður sem er búinn að "afplána" 8 ár í pólítík, jákvæður, hugrakkur og ekki minnst skynsamur maður, lesið hvað hann hefur um umræðuna að segja: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/18/hef_laert_ad_lifa_med_afollunum/

kv

KH

Kristján Hilmarsson, 18.3.2012 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband