Stjórnarkreppa eða taka saman höndum ??

Það ER stjórnarkreppa, ekki í þessum hefðbundna skilningi, en þegar ríkjandi stjórn sér það sem aðalmál til að koma Íslandi á réttann kjöl, að koma landinu í eina eða annarskonar erlenda ánauð, þá er það stjórnarkreppa og ekkert annað.

Það er margt í ræðu Bjarna sem kallar á „komment“, eitt er þó öðru fremur sem undirrituðum langar að taka fyrir fyrst af öllu, fyrst vegna þess að þar er um að ræða eitt sleipasta og háskalegasta mál sem upp hefur komið lengi, nefnilega tillögur um að „kasta“ krónunni og taka upp  erlenda mynt, fara í mynt „bandalag“ ESB (evru) Kanada, Svíþjóð og/eða Noreg, set „bandalag“ í gæsalappir vegna þess hversu fáránlegt er að kalla slíka uppgjöf bandalag, íslendingar myndu missa ekki bara eigin stjórn á efnahagssmálum sínum, í kjölfarið hefðum ekkert að segja í baráttunni gegn öflunum sem ollu hruninu, öflunum sem enn eru við lýði og grafa um sig sem best þau geta án tilliti til landamæra.

Þetta segir Bjarni um málið: Gjaldeyrismál voru áberandi í erindi Bjarna og sagði hann, að skort hafi á yfirvegun og varúð í umræðu um gjaldmiðilinn að undanförnu. Um krónuna sagði hann: „Ef við horfum áratugi aftur í tímann sjáum við að krónan hefur verið mjög óstöðugur gjaldmiðill. Þó er það svo að þegar ríkissjóður hefur verið rekinn af ábyrgð og sátt hefur ríkt á vinnumarkaði um að halda verðbólgu í skefjum og nýta auðlindir og skapa verðmæti, þá hefur krónan aldrei brugðist okkur. Krónan hefur ekki gert annað en að endurspegla ástandið í efnahagsmálum hverju sinni.“ Hann sagði pólitíska hagmuni umfram aðra hafa valdið því að evran var innleidd í Evrópuríkjum. Bretar hafi haft varan á og ekki innleitt hana. Samstarf um sameiginlega mynt hefði í sögunni ávallt endað með tvennu: það liðast í sundur eða leitt til opinbers samruna þar sem samþætting fjármuna varð algjör.

Hann sagði að um þessar munir væri verið að róa öllum árum að því að samþætta opinber fjármál evruríkjanna, ella sjái menn að samstarfið muni liðast í sundur. Stefnt sé að enn frekari opinberum samruna evruríkjanna, og gríðarleg óvissa ríki um framtíð evrusamstarfsins. Þennan óróa, sjái allir aðrir en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, segir segi evruna einu von Íslands. „

Eina von Íslands !! er þá að leggja efnahagslífið í hendur annarra, annarra sem eru með allt aðra dagskrá en íslendingar, allt aðrar hugmyndir um hvert eigi að stefna, Jóhanna og aðrir andstæðingar íslensku krónunnar, eru eins „ræðarinn illi“ í málshættinum „Árinni kennir illur ræðari“ það versta við þetta er að með síbyljunni um að þetta sé það eina sem dugi til að koma stöðugleika og skynsamlegri stjórn á íslenskan efnahag, hefur henni tekist að fá ótrúlegann fjölda fólks til að trúa þessu, fólk heldur nefnilega að það sé eingöngu  íslenska krónan sem „skúrkar“ og spilltir handbendar þeirra, ná að braska með þannig að þeir sitja alltaf með sitt á þurru hvernig sem kreppur og hrun ríða yfir heimsbyggðina, það eina sem þetta blessaða blekkta fólk deilir um, er hvaða mynt á að fara í ánauð hjá.

Aftur til „árinnar og illa ræðarans“ gott og vel segjum sem svo að það verði fengin ný „ár“ halda menn virkilega að eigandi árinnar láti hana í hendur á „illa ræðaranum“ onei, ræðarinn verður settur á afturþóftuna og sá nýji rær með nýju árunum þangað sem hann lystir gersamlega án tillits til óska né þarfa afturþóftusetans.

Er það þetta það sem fólk virkilega vill ?  í hreinni uppgjöf gegn „skúrkunum“ sem eru búnir að leika sér alltof lengi með íslenskt efnahagslíf, leika sér og „ræna“ almenning í hvert sinn sem lægðir, kreppur og hrun (reyndar valda þeir verstu kreppunum) dynja yfir, eða er manndómur en í þessari þjóð til að grípa orð Bjarna á lofti, láta hreinsa til í ekki bara hans flokki, heldur öllum flokkum, taka lýðræðið aftur til fólksins með því að taka þátt á öllum sviðum, gefa kjörnum fulltrúum aðhald, alltaf allann tímann, það er besta lækningin gegn spillingunni, ekki að flækja sér annarra landa spillingu, hreinsa heldur til í eigin ranni.

Ef þjóðin tekur af skarið, gegn um sína flokka, þá gömlu jafnt og þá nýju, eða önnur samtök stór og smá, sameinast um það sem eru hin raunverulegu gildi, þá er krónan fullgóð og meira til, alveg eins og tungumálið (sem enginn talar nema íslendingar) þjóðin er líka alveg fullgóð sem sjálfstæð meðal jafningja, þrátt fyrir smæð, jafningja svo lengi sem ekki verðu lagst í ánauð, menningarlega, efnahagslega né félagslega.

Seinna getum við svo deilt um hver eigi að baka hvaða köku og hvenær, hvernig skifta eigi þessum kökum og hver eigi að sjá um það, það er kallað lýðræði og á að endurspegla vilja fólksins, en gerir ekki dag, íslenska krónan er í gíslingu eins og er, þar með er þjóðin í gíslingu, og enginn nema þjóðin sjálf getur komið sér úr þessari gíslingu, verði það reynt með því að fara í annarskonar gíslingu hjá einhverju erlendu ríki, er málið tapað, í eitt skifti fyrir öll.

MBKV frá Noregi (sem er eins og fleiri  alveg til í að fá Ísland á silfurfati sbr. Þessa frétt , aðrir sem nefndir hafa verið „sleikja“ líka útum)

Nei ! lærum heldur að róa eins og sæmandi er, þá mun koma í ljós að „árin“ (krónan) er meir en fullgóð, eins og Bjarni nefndi dæmi um, þegar skynsemin réði málum á Íslandi, þó stutt væri.

KH


mbl.is Stjórnarkreppa eða uppbygging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Um, vandamál heimilanna, almannatryggingar atvinnuleysisbætur virkjanir ofl.

Þá fór Bjarni yfir alvarlega greiðslu- og skuldastöðu þúsunda heimila á Íslandi og sagði að nauðsynlegt væri að ráðast gegn þeim vanda með markvissari hætti en gert hafi verið fram að þessu. Í því samhengi sagði hann að „af því kann að hljótast kostnaður en sé rétt haldið á málum verður félagslegur ávinningur mun meiri en tilkostnaður. Allt of fáir geta nýtt sér þau úrræði sem í boði eru og það þarf að einfalda þau úrræði.“

„af því kann að hljótast kostnaður“ að bjarga fólki af skeri eftir strand, kostar lika, en er ekki látið eiga sig vegna þess aå -aå "kunni aå kosta", en svona þarf kannski að tala við suma eftir áratuga „egotripp“

„Bjarni ræddi ennfremur uppbyggingu bótakerfis og sagði í því samhengi að „munurinn á okkar áherslum og vinstriflokkanna er hvernig við kunnum að beita hvötum til að búa betri lífskjör til framtíðar. Það hlýtur að vera meginmarkmið hverrar ríkisstjórnar að búa svo um hnútana að borgararnir hafi hvata til að leggja meira á sig til að bera meira úr býtum.“ Hann gagnrýndi tekjutengingu og skattlagningu, fjármagnstekjuskatt, eignaskatt og gagnrýndi fyrirkomulag lífeyrissparnaðar og nefndi í því tilliti að enginn raunverulegur ávinningur sé fyrir fólkið í landinu að leggja til hliðar fyrir efri ár

„Áherslur okkar og vinstri flokkanna“ ekki það sé ekki sammála Bjarna hér, en þetta er kökubakstur og vel hægt að ná samkomulagi um þegar lýðræðið er farið að virka aftur.

Sama er eiginlega upp á teninginn varðandi virkjunarmál og fleira skylt þeim, „det nytter ikke å gråte over spilt melk» segja norðmenn stundum, allt það sem tapaðist í hruninu er farið, eftir situr lærdómurinn (vonandi) t.d ætti milljarðatapið að sýna/kenna okkur að hér var nægt fé, nægar auðlindir til að viðhalda velferð og velmegun á landinu, kannski þó þjóðin væri helmingi stærri, svo „mjólkin sem helltist niður“ er farin, en kunnum við núna að mjólka á réttann hátt og ekki minnst deila mjólkinni rétt á milli réttmætra eigenda, ekki láta gráðuga hvíflibbakrimma stinga af með mesta partinn ?

Svo til að byrja með væri án efa nóg að nýta skynsamlega það sem landið hefur að sinni, seinni útbyggingar koma svo þegar/ef skynsemin er orðin rótföst.

MBKV

KH

 

Kristján Hilmarsson, 17.3.2012 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband