Íslendingar kenna sparnað.....?

Athyglisverður pistill hjá Frosta, en mátti tl að þusa pínu yfir honum,

http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/frostisig/1229064/

Það er auðvitað gleðiefni að íslenskur hugbúnaður fyrir heimilisbókhald, skuli vekja áhuga erlendis, og gerist ekki nema hann sé annaðhvort betri eða ódýrari en það sem fyrir er, jafnvel hvorttveggja, en að snúa þessu upp í það að nú séu "Íslendingar farnir að kenna öðrum þjóðum að spara" eins og fyrirsögnin gefur í skyn, er álíka villandi og að segja að Japanir hafi byrjað að kenna öðrum þjóðum að aka bíl, þegar þeirra bílar fóru að hasla sér völl á vesturlöndum, þeir voru nefnilega bæði betri oft og tíðum og ódýrari en margir sambærilegir sem fyrir voru.

Það myndi nú aldeilis verða saga til næsta bæjar að íslendingar færu í alvöru að kenna öðrum þjóðum rádeild og sparnað, það hefur ekki verið, né heldur er aðalsmerki okkar að spara og sýna ráðdeild, það að selja hugbúnað sem gerir fólki léttara að hafa yfirsýn yfir útgjöld og tekjur, er svona eins og með "vegprestana" hans Ómars Ragnarssonar í rallýinu, hann kallaði sérleiðapílurnar "vegpresta" vegna þess að þær vísuðu veginn en fóru hann ekki sjálfar.

Annars er bjartsýnin sem Frosti ber á borð hérna, nokkuð sem ég tek gjarnan undir.

Íslendingar munu og geta vel unnið sig útúr lægðinni sem hrunið olli, og allt í lagi taka tilsvarandi dæmi frá öðrum þjóðum fram því til áréttingar, en þýska dæmið er nú reyndar í svæsnasta lagi að nota, finnst mér allavega, hvað varðar Noreg, þá varð bankahrun hjá 3 stærstu bönkum landsins árið 1992, og já eftir sukk og brask undanfarandi ára, en það reyndist nú létt fyrir Noreg að vinna sig útúr þessu þar sem bankaumsvifin voru innan við 10% af fjárlögum meðan á Íslandi var dæmið öfugt, sumir segja að bankaumsvifin hafi verið 12 sinnum ísl. fjárlög.

það er alls ekki meiningin að draga úr stoltinu sem liggur í fyrirsögninni, en stoltið fær meira gildi og trúverðugleika ef  það er byggt á sannindum, íslendingar geta ekki kennt öðrum ráðdeildni, við kunnum það ekki svona amennt allavega, en við kunnum að búa til tækin sem til þarf og miklu meira, íslenskt framtak og hugvit er það sem kemur til með að leiða þjóðina til betri tíma, á meðan getum við svo skoðað hvort við getum svo kannski lært ráðdeildni og sparnað af öðrum.

Svo fyrir utan fyrirsögnina og frjáslegann samanburð við áföll annarra þjóða, er ég hjartans sammála Frosta.

MBKV

KH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband