Look to Iceland !!

Það eru margir búnir að fjalla um þetta sama þ.e. erlendis og á ýmsann hátt sbr. linkana neðst í innlegginu.

En sannleikurinn er sá að þó það megi auðvitað gagnrýna það hversu glæfralega þjóðarskútunni var stýrt meðan byr virtist góður, stýrt alltof nærri skerjunum, þannig að strand varð óumflýjanlegt þegar stormurinn skall á, þá brást skipstjórinn ískalt og yfirvegað við og gerði ráðstafanir til að skaðinn yrði sem minnstur, hann hljóp ekki frá ábyrgðinni, eins og sumir gera á ögurstundu heldur setti neyðarlög, hvað sem hefði tapast án þeirra er sjálfsagt hægt að reikna út á einn eða annann hátt, en menn völdu heldur að draga skipstjórann fyrir dóm vegna siglingarinnar fram að strandinu, þó hann hefði alls ekki ráðið einn þeirri ferð.

Þetta með neyðarlögin, ásamt því að krónan var stillt á raunvirði (gengið fellt) er það sem vekur athygli erlendis, í viðbót er það sem svo margir halda, að með þjóðaratkvæðagreiðslunni gegn Icesave samninginum, væru íslendingar virkilega að taka í lurginn á hvítflibbakrimmunum, sem alltaf tekst að plata spillta og duglausa pólítíkusa til að skera sig úr snörunni, og borga þá tapið og skuldirnar sem þessir glæframenn stofnuðu til, með almannafé í formi niðurskurðar á grunnþörfunum, auknum sköttum m.m. og vissulega var höfnun Icesave skref í þá átt að stoppa þennann hrunadans hvíflibbakrimmanna, en fylgjum við því þá eftir ??

Þá þarf hausinn uppúr sandinum og karpið um aukaatriðin að hætta, sameinast um aðalatriðin óháð flokkspólítík og áherslum í kökuskiftingu, það gerum við lýðræðslega eftir á þegar búið er að endurreisa lýðræðið, LOOK TO ICELAND eða hvað ?

MBKV KH

http://www.examiner.com/finance-examiner-in-national/greece-needs-to-look-to-iceland-as-a-model-on-how-to-save-their-economy     

http://www.truth-out.org/why-iceland-should-be-news-not/1322327303

http://grapevine.is/Features/ReadArticle/A-Deconstruction-of-Icelands-Ongoing-Revolution

http://netrightdaily.com/2011/05/iceland%E2%80%99s-revolution-against-international-bank-bailouts-goes-global/

http://www.politicsforum.org/forum/viewtopic.php?f=42&t=135106

http://www.savingiceland.org/2010/08/inside-a-charging-bull/#more-4974

http://dailyreckoning.com/first-we-conquer-iceland/


mbl.is Fjallað um „íslenska efnahagsundrið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 651

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband