Afleiðingar myntbandalaga koma skýrar í ljós

Prófessorinn er tilvitnaður ítarlegra í visir.is þar stendur m.a. "

"Noreng segir að með því að taka upp norsku krónuna fái Íslendingar gjaldmiðil sem sé stöðugur, betri aðgengi að fjármálamörkuðum á lægri kjörum en nú eru í boði og að sparnaður almennings á Íslandi yrði mun betur varinn en með íslensku krónunni.

Hvað Norðmenn varðar fengju þeir einnig sitthvað fyrir sinn snúð að sögn prófessorsins. Norsk króna á Íslandi kæmi í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og þar með minnkaði hættan á einangrun Noregs í Evrópu. Þar að auki myndi gjaldmiðilssamstarfið leiða til sterkari samningsstöðu þjóðanna beggja gagnvart ESB og Rússlandi þegar kemur að hagsmunamálum á norðurslóðum.


Þá nefnir Noreng að Noregur og Ísland gætu í framhaldinu komið sér upp sameiginlegri stefnu í fiskveiðimálum, hafréttarmálum, málum sem snúa að olíuvinnslu og umhverfismálum.

Umræðan um myntbandalög ýmiskonar gerist æ háværari og margir einblína á það sem einhverja töfralausn á vandamálum íslensks efnahagslífs, þó þar sé aðeins ræðarinn illi að kenna árinni, en kannski er bara rétt setja "ræðarann" á öftustu þófu og láta aðra um róðurinn ef það er það sem fólk vill, en undirritaður er á annarri skoðun, þetta viðtal við norska prófessorinn ýtti bara undir það sem ég vissi.

Það væri kannski ekki úr vegi að spyrja helstu talsmenn þess að taka upp myntbandalag og hætta með íslensku KRÓNUNA, hvað það sé í raun sem er svona ómögulegt við gjaldmiðilinn sem þjóðin er búin að nota í áratugi og kynslóðir, þá á ég við sjálfann gjaldmiðilinn, er það þetta að óábyrg efnahagsstefna gegnum tíðina er búin að rýra hana í nafngildi gegn öðrum "krónum" og annarri mynt, ef svo er hver haldið þið þá að hafi áhuga á að láta sömu vitleysuna rýra álit og virði síns gjaldmiðils án þess að eitthvað annað hangi á spítunni.

Draumar norska prófessorsins í innlegginu á undan segja sitt, hann er til í að "sverta" sinn gjaldmiðil um tíma til ná að völdum á bæði einu og öðru í eigu og umjón íslendinga, sama er auðvitað upp á teninginn með ESB og evruupptöku, þó Brusselliðinu sé nú mjög brugðið við ástandið í "evru" löndunum við miðjarðarhafið.

Eða hvað haldið þið, talsmenn krónuaftöku, að gerist við einhliða myntupptöku, hverju nafni sem hún nefnist: evra,kanada dollar, sænsk eða norsk króna, ef sömu efnahagsstefnunni verður svo haldið áfram ?

Jú jú ! svarið er auðvitað að við "kasta" krónunni og taka upp annan gjaldmiðil, fara í myntbandalag, þá breytist efnahagsstefnan á Íslandi, allt bara "gull og grænir" eins og töfrasprota væri sveiflað, "töfrasprotanum" sem er nú sveiflað yfir Grikklandi er ekki líklegur til að falla íslenskum almenningi í geð, en auðvitað verndar hann þá sem honum er ætlað að vernda.

Það eru nægar auðlindir til á og í kring um Ísland til að tæpar 350000 sálir geti lifað góðu, mannsæmandi og stoltu lífi um ókomna framtíð, sagan kennir okkur það um leið og hún kennir okkur einnig hvernig blind græðgi, valdafíkn og fullkominn skortur á samfélagskennd hefur sent þjóðina í margar fullkomlega óþarfar kreppur, þá síðustu auðvitað stærst og verst.

Reynt var að redda sér útúr klúðri og efnahagsrugli 1950, 60 og 70 áranna, þegar sparifjáreigendur voru rændir, skuldurum í hag (?), með því að setja á verðtryggingu, um líkt leiti voru tekin tvö núll af krónunni, hún semsagt gerð lík þeim skandinavísku í gildi, takið eftir því 1980 var íslenska krónan, dönsk, norsk eða bara sænsk ef þið viljið, hjálpaði það, breyttist efnahagsstefnan eitthvað, ekki lengi allavega, 1 ísl= 1 dönsk 1980, 2 árum seinna skrapp undirritaður í ferð til Danmerkur og þurfti þá1,5 ísl í eina danska, Á TVEIM árum !! framhaldið þekkjum við, þetta hefur EKKERT með gjaldmiðilinn að gera annað en það að rangt fólk fer með völdin við stýra honum, gangi Ísland í myntbandalag, hefur ENGINN íslendingur lengur vald yfir gjaldmiðlinum, en auðmannaklíkunni verður umbunað fyrir valdafsalið.

Glöggur lesandi tekur væntanlega eftir að ég setti (?) aftan við "skuldurum í hag" hér ofar, ástæða þess er að ég er ekki alveg sammála þessu eiginlega, þetta leit bara svona út um tíma, allt snerist þetta um að ná sparifénu af eigendum þess, koma því í húsbyggingar á sem stystum tíma og skapa neyslu sem blindaði okkur bæði þá og síðar.

Svo ef litið er tilbaka, gott fólk, þá sýnir sagan hverjum hefur alltaf verið bjargað úr snörunni á krepputímum, meðan almenningur og gjaldmiðillinn voru látnir taka tapið.

Það er því engum vafa undirorpið, að "votir draumar" um myntbandalag, að ekki sé sagt ESB aðild, eru tilkomnir af tveim höfuðástæðum, uppgjöf þeirra sem þjóðin kaus til taka til og skapa réttlátt og manneskjulegt samfélag, uppgjöf, vegna þess að þau treysta sér ekki, hver veit hversvegna ?, í slaginn og uppgjörið sem til þarf, og velja heldur að afsala fullveldinu í hendur erlendra aðila sem núa sér um hendur og sleikja útum í væntingunum um auðlindir þjóðarinnar, hin höfuðástæðan kemur annarsstaðar frá, stundum dulbúin, en oftast ekki nú síðustu vikur og mánuði, þeir sjá sér nefnilega leik á borði "ræningjarnir" að til lengri tíma litið muni hag þeirra best borgið í myntbandalagi á borð við evruna, sviftir völdum að vissu leiti, en "ránið" tryggt áfram.

En kannski er tilveran á afturþóftunni ekki svo afleit eftir alltsaman

Þetta eru náttúrulega bara hugrenningar brottflutts gaflara, sem sér hlutina með sínum augum (og annarra stundum) er meira en tilbúinn að fá gagnrýni og andsvör við þessu.

Bíð þar með góða nótt úr (veður) blíðunni hér í S.Noregi

KH

 


mbl.is Norðmenn græða á myntsamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 619

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband