Já það er, var og verður "Besta land í heimi"

Já þrátt fyrir allt, stend ég við fyrirsögnina, kem að því neðar í pistli, en fyrst eitt og annað um "vitnaleiðslu" SJS

„Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, bar vitni fyrir landsdómi í dag“

Mikilvægt vitni þarna á ferðinni, vitni til að hjálpa þeim sem fella eiga dóminn yfir Geir Haarde, við að komast að réttri niðurstöðu, eða......

... hvað leggja þeir í  þessar hugleiðingar SJS: 

„Sú stemning hafi verið uppi í þjóðfélaginu að „Ísland væri best í heimi" og áhyggjurnar því óþarfar.“

Svo fara þessar vitnaleiðslur bara „batnandi“  byrjar að tala um eigið ágæti og ábyrgðartilfinningu og að hann ásamt örfáum öðrum hafai haft rænu á að hafa áhyggjur og vara við.

„Steingrímur tók það sem dæmi um aðvaranir sínar að hann hafi ásamt nokkrum þingmönnum VG lagt fram tillögur á árinu 2005 um aðgerðir til að tryggja efnahagslegan stöðugleika í frumvarpi“

Kannski er undirritaður að hengja sig upp í tittlingaskít, en sjáið samt orðalagið hér:

Fram kom í máli Steingríms að það hefði komið honum á óvart að allir þrír bankarnir skyldu hrynja. Hann hefði átt von á að einn eða tveir bankanna ættu í erfiðleikum en ekki að þrír myndu falla. Það er ekki bara LÍTILL munur á því að hafa áhyggjur af því að bankar geti lent í erfiðleikum og því að ALLIR skyldu HRYNJA, þannig að þessi „hvað sagði ég ekki“ dýrðarljómun sem SJS reynir að baða sig í, fellur um sjálfa sig, það sem hann kannski (ásamt fleirum) var að vara við, skeði ekki, heldur annað og miklu verra sem ENGINN sá við, þó margir séu nú að reyna vera klókir eftirá.

Í því sambandi langar mig til að benda á nokkuð sem er augljóst, það að „play safe“ og aldrei taka neina áhættu, getur verið viðeigandi í mörgum tilfellum,  en þegar dæma á góða leiðtoga, er ekki það hvort EKKERT skeði undir þeirra leiðsögn það sem er afgerandi um hvort þeir teljast stórir eða litlir, heldur hitt hvernig þeir bregðast við áföllunum þegar þau dynja yfir, ef SJS og Geir Haarde stæðu báðir frammi fyrir slíku mati í stað þessa skrípaleiks sem landsdómur er, þá er ég ekki í vafa hver færi með sigur af hólmi.

Hvort eftirfarandi ummæli hans og lýsing á kauðalegu ferðunum hans til norðurlandanna, sem allt saman endaði svo með þrælasamningunum við AGS að ekki sé talað um undirgefnina gagnvart Bretum í Icesave málinu, eru krampakennd tilraun til að upphefja sjálfann sig, eða sverta Geir, er ekki gott að segja. En gagnleg fyrir landsdóm geta þau varla verið.

„Steingrímur lýsti við vitnaleiðslurnar samtölum sínum við fulltrúa norrænu seðlabankanna eftir að minnihlutastjórn Samfylkingar og VG tók við völdum með stuðningi Framsóknarflokksins 1. febrúar 2009 og svo eftir að Samfylkingin og VG komust til valda eftir að hafa náð hreinum meirihluta í kosningunum vorið. Hann hafi þá orðið þess áskynja að traust til Íslendinga hefði beðið hnekki.

Það hafi komið „oft upp í þessum samskiptum að það væri ekki mikið traust borið til íslenskra stjórnvalda og að það væri verk að vinna að endurheimta það". „Þeir litu svo á að þeir væru að gera okkur greiða," sagði Steingrímur um samstarf norrænu ríkjanna í gjaldeyrismálum við íslensk stjórnvöld. Hann hefði síðan sjálfur farið í utanferðir til að tryggja sem best kjör á þessum lánasamningum.“

„Þeir litu svo á að þeir væru að gera okkur greiða“ ja hérna nú er létt hjá landsdómi að fella dóminn.

Varðandi fyrirsögn fréttarinnar, þar sem SJS segir í háði auðvitað „Ísland var best í heimi“ vil ég gjarnan vísa þeim sem kunna að villast inn hér á frábærann pistil Ómars Geirssonar við sömu frétt, Ísland var best, er best og verður best áfram ef fólk tekur höndum saman, hættir að láta plata sig í erjur og sundrung um hluti sem eðlilegt er að er að ósammála um, vaka heldur yfir lýðræðinu, finna flötinn þar sem flest okkar eru sammála, flötinn sem við viljum byggja „Besta land í heimi á“ þar sem allir eiga möguleika á að grunnþörfunum sé fullnægt og það án þess að fólk sé útslitið af vinnuálagi, stressi og áhyggjum,

Grunnþörfum ? hvað er það má spyrja um og það með réttu, en ef Hrunið og eftirleikur þess hefur kennt okkur eitthvað, þá ætti það einmitt að vera það, hverjar eru grunnþarfirnar í nútíma, ríku vestrænu samfélagi ?

Þak yfir höfuðið, (eign eða leigt) allt eftir þörfum hvers og eins, menntunarmöguleikar allt eftir óskum, getu og þörfum hvers og eins, atvinnumöguleikar, heibrigðisþjónusta allt eftir þörfum og BÚSETU hvers og eins, almannatryggingar sem létta okkur byrðina í veikindum, við slysfarir, tímabundið eða varanlegra atvinnuleysi, langveikindi og fötlun.

Ísland hafði þetta allt, Ísland HEFUR þetta allt reyndar ennþá, bara án formerkjanna sem eru feitletruð, því miður of oft allavega.

Landið er meira en nógu ríkt af auðlindum til að standa undir þessu öllu saman og meira til, en þá þarf að fara að nota arðinn þar sem á að nota hann, ekki henda öllu í kjaftinn á óseðjandi „ræningjalýð“ sem er með núverandi stjórnvöld í rassvasanum.

Hefði SJS og núverandi meðstjórnendur hans haft brot af leiðtogaeiginleikum Geirs Haarde, auðmýkt og samfélagsábyrgð Ólafs Ragnars og snefil af jarðtengingu, væri land og þjóð löngu komin yfir versta skellinn.

MBKV frá næst besta landi í heimi

KH

  


mbl.is „Ísland var best í heimi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband