Hægri, Vinstri, Samvinnuhreifing, Markaðslausnir,Ríkisrekstur, Frjáls félagastarfsemi...

Hugmyndirnar eru margar og sitt sýnist hverjum, í virku lýðræðisríki á þetta líka að vera þannig.

Í VIRKU lýðræðisríki, myndi skiftingin milli þessarra þátta stillast inn sjálfkrafa eftir fylgi og óskum borgaranna sjálfra, en það er því miður töluvert í land ennþá að hægt sé að nota orðið "virkt lýðræði" um Ísland enn sem komið er.

Það eru sterk öfl sem eiginlega ráða landinu og áherslunum á því hvert og fyrir hvern fjármagnið fer, og hafa ráðið því síðan haustið 2008 (eiginlega fyrir þann tíma líka) á þetta bendir Lilja í orðum sínum um AGS og VG, vel vitandi reyndar að úr því AGS var boðið til landsins, áttu hvorki VG né aðrir annarra kosta völ en gegna, svona er það bara þegar vöndurinn er kysstur.

Nýtt afl í stjórnmálum er svosem ágætt, en eitt og sér einskis virði ef fólkið sjálft ekki er með meir en hingað til, stjórnmál/pólítík og frjáls félagastarfsemi (sem er auðvitað ekkert annað en pólítík) getur verið og á að vera tæki fólksins, við getum sjálfum okkur um kennt að láta nokkra fáa "stela" þessu tæki frá okkur, það er ekki nóg að krossa við einhvern bókstaf á kjörseðlinum, gjarnan af gömlum vana, fara svo heim, í vinnuna eða hvaðeina og segja svo "jæja ég er búinn að gera mitt, nú sjá mínir menn/konur um þetta" ekki satt ? hvað segir sagan okkur ekki !

Það að lýðræðið virkar betur í þeim löndum sem eðlilegt er fyrir Ísland að bera sig saman við, og afkoman betri, er ekki vegna þess að þegnar í þeim löndum voru "heppnari" með sína leiðtoga, heldur eingöngu vegna miklu meiri þáttöku borgaranna í pólítíkinni, það er ekki endilega vegna betri kjörsóknar, heldur hvernig fólk daglega tekur þátt, í gegn um allskyns félagsstarfsemi, stéttarfélögum og ýmisskonar hagsmunasamtaka, en ekki síst með ströngu aðhaldi á sína kjörnu fulltrúa, ströngu aðhaldi í gegn um flokksstarfsemi, ekki síst ungliðahreyfingarnar.

En hvað kom fyrst eggið eða hænan ? spurningin kom mér í hug vegna þess að ég geri mér grein fyrir að eins og vinnuálagið er á Íslandi, er auðvitað ekki mikil orka eftir að 10 til 12 tíma vinnudegi lýkur, til að sinna pólítík, félagsstarfsemi né aðhaldi, þar liggur örugglega hluti af skýringunni, en því þarf þá að breyta, skapa skilyrði fyrir mannlegra lífi, þar sem allir eiga möguleika á mannsæmandi lífi án þess að slíta sér út eins og þræll.

Hægri,Vinstri,Samvinnuhreyfing,Markaðslausnir,Ríkisrekstur,Frjáls félagastarfsemi eru ekki lykillinn að breyttu samfélagi, heldur verkfærin sem við notum til að reka samfélagið með, nei það er þáttaka í lýðræðinu sem er lykillinn, ef það er það sem Lilja er að hvetja til með því sýna fram á hvað hægt er að gera ÞEGAR lýðræðið er orðið virkara en í dag, er ég henni hjartans sammála.

MBKV frá Noregi

KH

     


mbl.is „AGS varð besti vinur VG“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband