7.1.2013 | 19:20
"Í tísku að dýrka Danmörku" ...
Enn eitt snilldarblaðamennsku orðbragðið, hvað með að þættirnir séu einfaldlega svo góðir að þeir höfða til nógu margra áhorfenda til að þeir nái vinsældum ..en nei ! gleymdi því, danir geta auðvitað ekki gert svoooo góða svónvarpsþætti, né eru hvorki enskir eða bandarískir áhorfendur dómbærir á slíkt, allt verður að vera háð "tísku".....það er nú eitthvað annað með hina fluggáfuðu og menningarlegu íslendinga, þar ræður nú aldeilis ekki tískan smekk fólks...
"Í grein Politiken er leitað til álitsgjafa til að útskýra þessar vinsældir. Patrick Kingsley, blaðamaður Guardian, segir helstu ástæðuna einfaldlega þá að þættirnir séu vinsælir, en auk þess komi þeir úr framandi umhverfi enda séu Bretar flestir vanir að horfa annaðhvort á breskt eða bandarískt sjónvarpsefni."
Kv.KH
Í tísku að dýrka Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Hilmarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Íslendingar í Noregi Fyrir þá eru í ,ætla að fara, hafa verið og/eða hafa áhuga á Noregi
- Þjóðarheiður Samtök gegn Icesave
- Loftslag.is Hitun Jarðar m.m.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Danir eru barasta klárir og ekki í fyrsta skiptið. Rekst stundum á "Die Olsenbande" í þýskum sjónvarpsstöðum. Frábærir þættir, svo innilega skemmtilegir. Flottur húmor.
http://de.wikipedia.org/wiki/Olsenbande
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 19:43
Takið eftir að það eru danir sjálfir sem tala niður þáttaröðina sem óverulegt tískufyrirbrigði. Þessi grein er þýdd upp úr danska dagblaðinu Politiken. Það er ákaflega danskt að gera minna úr því sem er mjög gott og gera meira úr því sem er minna gott í dönsku þjóðfélagi. Þetta nýtir Morgunblaðið sér i sínu aumkunarverðu danahatri og gerir í því að birta helst aðeins slíkar greinar beint upp úr dönskum blöðum.
Thor Sveinsson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 22:05
Farið á bókasafn og fáið alvöru bækur lánaðar. Horfið á alvöru bíómyndir eins og Fellini. Hættið að tárast yfir að einhver "misbjóði" meðalmennskulegu sjónvarpsefni sem ekkert er, og langt því frá listaverk eða snilld, heldur bara iðnaðarvara til að græða á fólki með að spegla því eigin hégómagirnd og lágkúrulegustu hvatir, og stundum líka notað til að stjórna fjöldanum, þar sem sumir hafa það álit á honum hann sé heimskur og auðstjórnað gegnum sjónvarpsefni, sem oft reynist rétt. Ekki tilheyra þessum fjölda, leitið frekar til lista og heimspeki. Slökkvið á sjónvarpinu. Fréttir þar eru líka bara iðnaður. Það eru mun vandaðri og hlutlausari, faglegri og metnaðarfyllri fjölmiðlar á netinu, sem sýna fleiri hliðar á málum og auðvelda að ná einhverri marghliða heildarmynd. En ef þið viljið láta ljúga ykkur, heilaþvo og misnota, á meðan auglýsendur selja ykkur drasl með ótrúlegustu sálfræðibrellum manna sem stúdera mannskepnuna eins og búfénað, endilega hafið áfram kveikt á tækinu. Látið ykkur svo bara ekki bregða ef þið vaknið upp við vondan draum í heimi sem betur hefði aldrei orðið til! Hitler stjórnaði sínu fólki gegnum fjölmiðla og hafði til þess doktor í sálfræði sem fjölmiðla spekúlant. Fréttastofu RÚV er stírt af tengdasyni Jóhönnu Sigurðardóttur að stóru leyti og hann matar ofan í ykkur fréttirnar. Hinir fréttamiðlarnir, með mbl.is sem einu undantekningunni, eru í eigu sama fólks og selur ykkur flest sem þið kaupið, hvort sem það er matur, fatnaður eða annað, og það notar þessa fréttamiðla í eigin auglýsingaþágu. Þau öfl þögguðu niður ástandið í bankageiranum og urðu valdur að hruninu, eftir að afstíra því Davíð Oddsson kæmi á fjölmiðlalögum, sem hefðu fyrirbyggt þetta hrun, til að reyna að koma í veg fyrir að auðvaldið misnotaði afstöðu sína með að tala einróma yfir lýðnum. Hann er ófullkominn og allt það, og ég er ekki Sjálfstæðismaður, en það ber að bera virðingu fyrir því að hann reyndi. Þið auðtrúa fjölmiðla-strengjabrúður sem létuð þetta yfir ykkur ganga grátið nú fögrum tárum afþví einhver móðgar heimskulegan sjónvarpsþátt eins og íbúi einræðisríkis sem grætur fögrum tárum einhver hafi dirfst að móðga einræðisherrann. Búum við í alræðisríki eða? Reynið að vakna og slökkva á tækinu. Annars eigið þið ykkur ekki viðreisnar von! Það er MIKIÐ í húfi!
Upplýstur (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.