25.5.2012 | 08:46
Búsáhalda hvað.....?
Fjölmiðlar halda áfram bullinu og kalla mótmæli "byltingu" man vel hvernig þetta var blásið upp á feitum fyrirsögnum á sínum tíma, "BÚSÁHALDABYLTING" vissulega mætti fólk og barði potta og pönnur og fékk þar með útrás fyrir svekkelsið eftir hrunið, ólátaskríll fékk að leika sér líka og svo var talað um "byltingu".
En hverju var bylt ? ENGU nefnilega, það eru til ýmisskonar byltingar, þær mest þekktu hafa verið blóðugar og miklar fórnir færðar meðan á stóð, en þvi miður hafa oft verið færðar enn meiri fórnir eftir á, en svo eru til annarskonar byltingar, bylting hugans, bylting sem skeður innanbrjósts hjá hverjum og einum, en samt í samstemmdum tón.
Það hefi getað skeð eftir "búsáhaldaMÓTMÆLIN" á Austurvelli á sínum tíma, en hefur ekki gerst enn, allavega ekki í þeim mæli að skifti máli.
Ef að búsáhaldamótmæli geta orðið hvati til byltingar hugans, sem við vissulega þurfum nú, þá er það bara aldeilis frábært, en að láta fjölmiðla blekkja sig til að kalla hvatann, byltingu er að tapa fyrirfram, tapa áður en af stað er haldið.
MBKV
KH
Búsáhaldabylting í Quebec | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Hilmarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Íslendingar í Noregi Fyrir þá eru í ,ætla að fara, hafa verið og/eða hafa áhuga á Noregi
- Þjóðarheiður Samtök gegn Icesave
- Loftslag.is Hitun Jarðar m.m.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú þannig að ef byltingar breyta engu þá er ekki hægt að tala um byltingu heldur valdarán. Íslenska búsáhaldabyltingin var því í raun valdarán Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs og Samfylkingarinnar.
www.umbot.org
Egill Helgi Lárusson, 25.5.2012 kl. 09:44
Satt svo lengi sem það er sett fram svona, en þetta var bara engin bylting, hvorki búsáhalda né önnur, aðeins hávær mótmæli sem hefðu átt að geta leitt til byltingar hugans, gerði það kannsi hjá sumum, en ekki nógu mörgum.
Annars fjallaði innleggið, ef vel er að gáð ;)) um spillandi æsifréttamennsku, sem eyðileggur oftar en ekki.
Takk fyrir innlitið
MBKV
KH
Góð mynd HÉR
Kristján Hilmarsson, 25.5.2012 kl. 11:07
Þetta var ekkert annað en BÚSÁHALDAVALDARÁN í boði VG (WC), við skulum bara kalla þetta réttu nafni...............
Jóhann Elíasson, 25.5.2012 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.