Verðtrygging, hagfræði og sósíalismi

VERÐTRYGGING:

Á meðan Ísland er með sjálfvirkan hækkunar "spíral" (verðtrygginginu) eru flest önnur vestræn lönd með "stýrðann", það er þó ekki alveg rétt að kalla verðtrygginguna algerlega sjálfvirka, á meðan stjórnvöld ákveða hvaða þættir í neyslu og rekstri þjóðfélagsins eru með í vísitöluútreikningum, en þar sem flest allt er inni í vísitölunni, er þetta meir en hálfsjálfvirt allavega.

HAGFRÆÐI:

Fræðigrein sem hægt er að læra að skilja og þar með beita, en er og hefur alltaf verið til frá því mannkyn hóf að "leggja til hliðar" uppskeru og veiði, í stað þess að lifa frá degi til dags (jafnvel þá má segja að hagfræði hafi verið til í einhverri mynd).

Þeir sem skildu þetta fyrirbæri best og lærðu fyrst að beita því, ýmist til eigin ávinnings, eða til að ná völdum, (kirkjan á miðöldum t.d.) höfðu þar með öflugt verkfæri, sem má nota til að auka eigin velsæld og/eða völd, en gjarnan þá á kostnað annarra, "Thats life", so to speak".

Þegar við sem búum í (eða teljum okkur gera) lýðræðisríkjum kjósum okkar leiðtoga, reiknum við með að þeir beiti þessu tæki, allri þjóðinni til hagsældar eftir því sem kostur er, ekki til eigin valdastyrkingar né eigin ágóða eða til gera "vini" sína ríka.

Þetta skeður samt, sérstaklega þegar við "sofum á verðinum" og hlustum frekar á "síbilju áróðursmeistaranna, frekar en eigin skynsemi, að ekki segja réttlætiskennd, og látum þar með óprúttna og spillta fjárglæframenn "stinga í vasann" þeim sem við kusum í góðri trú, þar með er þeim fjarstýrt til ""stinga krumlunum enn dýpra í okkar vasa frá ári til árs, allt til að þóknast þeim sem misnota kunnáttu og þekkingu sína á fyrirbærinu "Hagfræði" í eigin þágu, fjármagnseigendurna.

SÓSÍALISMI:

Líka kallað jafnaðarmennska (hljómar svona mildara) þarf eiginlega ekkert að skilgreina, allir þekkja fyrirbærið, en grunnhugmyndin er jöfnuður í samfélaginu. 

Í sinni barnalegustu mynd, kemur þetta fram sem draumur um að ALLIR eigi að hafa það eins gott eða vont sama hvað.
Þetta vita jafnaðarmenn auðvitað að ekki er mögulegt í lýðræðisríki með stjórnmálafrelsi og frjálsum kosningum, en reyna þá (að sögn) að jafna í þjóðfélaginu, með skattlagningu á þá ríkustu umfram hina, (að sögn).

En hvað gerist ? hver einasti nýr skattur, gjöld eða álögur aðrar, skrúfar "spíralinn" enn meir upp, hér í þessari frétt er tekið til hvernig "bensínskattur" hækkar lánin hjá þeim sem skulda nú þegar meir en þeir ráða við, en þetta gerir líka allt hitt sem sameiginlegir sjóðir landsmanna eiga að standa undir, dýrara í rekstri og framkvæmd, heilsugæsla, menntun, atvinnumál, almannatryggingar, löggæsla, samgöngumál.

Svona má lengi telja, allt þetta verður dýrara vegna verðtryggingarinnar og skattagleði stjórnvalda, hefði verið kallað að "pissa í skóinn" einhverntíma og er eiginlega ekkert annað, en endar alltaf með að í stað þess að ráðast að orsökunum, er ráðist á afleiðingarnar og skorið niður, skorið niður í grunngildum þess sem við eiginlega erum öll sammála um að er það sem gerir gott að búa í einu landi, búa og ala upp börn og sjá þau vaxa úr grasi í öruggu og manneskjulegu umhverfi, og fyrir hvern ? til hvers, hvert fer allt þetta fé sem "sparast" við niðurskurðinn ? jú í að "pissa í skó" einhvers, einhvers sem er bara upptekinn af því "vera hlýtt" á fótunum smástund, þegar kólnar aftur veit hann að "strengbrúðurnar" hans kreista enn meira úr þrælunum.

Sósíalismi og Hagfræði virðast ekki fara saman, þannig að jöfnuður og réttlæti verði ofaná í samfélaginu, það sýnir bara hvernig "skattagleðin" og álöguáráttan gerir lífið hjá þeim sem eiga erfitt fyrir, enn verra, kannski þessvegna sem jafnaðarmenn oft reyna að setja hagfræðina í grunsamlegt ljós, tengja hana við "frjálshyggju" eða kafnvel "nýfrjálshyggju" og þar með er hagfræðin misnotuð með því að nota hana ekki, frekar en hagsýni.

Þetta er ekkert einsdæmi á Íslandi, langt í frá, hér í Noregi er sama "skattagleðin", með fylgjandi kostnaðaraukningu í öllum liðum samfélagsins,  á fullu hjá ríkjandi jafnaðarmannastjórn, en þeir geta ekki "falið" sig bak við "sjálfvirka" verkfærið verðtryggingu, eins og sú íslenska, þar í liggur vonin við væntanleg stjórnarskifti, meðan íslendingar eru ofurseldir þessu "skrímsli" sem verðtryggingin er, skrímsli sem núverndi stjórn vill ekki hreyfa við nema með "hjálp" ESB, eitt stærsta baráttumál allrar þjóðarinnar er og á að vera "BURT MEÐ VERÐTRYGGINGUNA" því á meðan hún er ekki farin úr hagkerfinu, skiftir engu máli hvaða stjórn er við völd, "spírallinn" heldur áfram að skrúfast uppávið.

MBKV

KH
  



 


mbl.is Bensínið hækkar lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Átti að standa "Set inn þennann link hér, með hálfum huga, þetta er ekki fyrir viðkvæma svo þar með eru þið sem kunnið að villast hér inn vöruð við"

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 18.5.2012 kl. 18:53

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill hjá þér! Ég er ekkert fyrir trúarbrögð og þess vegna ekki fyrir socialisma heldur. Glerharður kapitalismi er neikvæður enn sjálft kerfið líkist meira lýðræði enn socialismi.

Það er útilokað að ætlast til mannréttinda í socialistisku samfélagi. Margir harðir socialistar skilja ekki að socialismi krefst þess að fórna mannréttindum.

Socialismi er bara þörf fyrir að fá útrás fyriur stjórnsemi og valdagræðgi. Þá er þjóðfélag rekið áafram með peningagræðgi miklu auðveldara og manneskjulegra sýstem...

Óskar Arnórsson, 20.5.2012 kl. 15:42

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Jú takk Óskar !

Það er búið að koma óorði á margt gott áhaldið með því að óvitar og/eða óþokkar hafa notaða þau á rangann hátt, svo einnig með góðann og heilbrigðann kapítalisma, lýðræði er alltaf í hættu þegar við sofum á verðinum og missum áhöldin í hendur óþokkanna.

Við þekkjum ekki alltaf óþokkana, lítum upp til þeirra í blindni, sama hvort þeir prédika jafnræði (draumórakenndir áhangendur sósíalismans) eða þegar þér prédika hagvöxt, (blind aðdáun á kapítalisma í misnotkun) en meina eigin hagsmuni.

En pistillinn minn var eiginlega um þessa villu jafnaðarmanna að álögur og skattar séu allra meina bót, vel stutt af enn meiri draumórum svokallaðra umhverfissinna, á meðan svo er, nást engin tök á verðbólgunni og óréttlátum afleiðingum hennar, þvílík "jafnaðarmannastefna" eða hitt þó heldur

Sammála þér í þvi að undir jafnvel "hörðustu" útgáfu kapítalisma, finnst vonin um réttlæti gegn um lýðræði, meðan harðasta útgáfa sósíalisma, gefur enga slíka von.

 MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 20.5.2012 kl. 18:34

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef næstum bara unnið með "óþokka" innan og utan fangelsa í 25 ár. Ég hef lært að spillt fólk er ekki alltaf dæmt, enn gjarna þeir sem brjóta reglurnar.

Hagvaxtar hugmyndafræðin byggir á að ekki sé reka samfélag enn að "allir græði" eritthvað. Hagfræðin í reynd er að allir "láni eitthvað", og þá verður til þessi frægi hagvöxtur.

Með tímanum lærir maður að kapitalismin er flestu fólki í blóð borin og að það er normalt að vera það. Lýðræðissinni verður maður bara þegar einhver afgangur er til handa öðrum. Gráðugir kallast þeir sem ekki vilja gefa af sínum afgangi...

Ég hef hitt marga mafíósa með betri siðfræði enn venjulegur klassískur íslenskur Alþingismaður getur státað af. Ég hef hitt íslenska Alþingismenn sem eru mafíosar, og þeir eru alveg ógætir...

Óskar Arnórsson, 20.5.2012 kl. 19:32

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Við tökum með okkur "steinvölur" á veginum og meðfram líka ef við höfum augun hjá okkur og nennum, þannig fær maður vissa yfirsýn, sé og les að þú sérð samfélagið, pólítíkina og hvernig við hegðum okkur svona almennt ein og sér og gagnvart öðrum, í ljósi þessarar reynslu þinnar og þekkingar á mannlegu eðli, slíkt er ekki öllum gefið Óskar

Einmitt þetta er skortir svo grátlega oft á hjá þeim sem fara með völdin, hinsvegar geta þeir sem virkilega þekkja inn á mannlegt eðli orði stórhættulegir í valdastóli.

Kapítalismi er eiginlega mannlegt eðli eins og þú bendir á, einn af mörgum þáttum mannlegs eðlis, sem ber að halda í jafnvægi við hina þættina, annars er stutt í öfgana (taumlausa græðgi), þörfin fyrir að trúa á eitthvað er líka mannlegt eðli, sem við sjáum mörg dæmi um að geta farið í öfga ef ekki er að gáð, svona má lengi telja.

En heimspeki er ekki mín sterkasta hlið, en mannlegt eðli í öllum sínum myndum er spennandi, stundum ógnvekjandi, en spennandi samt, að glugga aðeins á heimsmyndina útfrá því, víkkar sjóndeildarhringinn gífurlega.

Kv

KH

Kristján Hilmarsson, 20.5.2012 kl. 20:30

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er engin stærri munur á margri heimspeki og stúdíum á mannlegu eðli eða réttara sagt hegðun mannsins. Hegðun mannsins er flókin heimspeki út af fyrir sig.

Það er sagt að allt fólk sé tvöfalt frá náttúrunnar hendi og eiginlega tveir ólíkir persónuleikar að lágmarki. Ég lít á þetta sem staðreyndir sem ég veit síðan að þykir "eðlilegt" að afneita hjá flestu fólki. Og fólk afneitar því af þeirri ástæðu að þeim var kennt að gera það frá blautu barnsbeini...og vaninn situr sem fastast....

Valdamenn eru oft valdafíklar og þá verða þeir hættulegir. Í staðin fyrir valdafíklanna ættu að vera leiðtogar á Alþingi. Leiðtogi leiðbeinir, og ekkert snýst um valdið sem hann hefur, og hann er fullkomnlega meðvitaður um það

Óskar Arnórsson, 21.5.2012 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband