14.5.2012 | 13:29
Engar vísindarannsóknir styðja.....
"Damanaki segir í viðtalinu að Íslendingar og Færeyingar séu ósamvinnuþýðir og að engar vísindarannsóknir styðji ákvörðun þeirra um umfang veiðanna."
ENGAR vísindarannsóknir styðja heldur ákvarðanir ESB um kvótahluta til færeyinga og íslendinga heldur, þar í liggur meinið, allt þetta er byggt á gömlum rannsóknum (og það meira og minna hæpnum) gerðum löngu áður en makríllinn fór að flytja sig inn í íslenska lögsögu.
Það að stofninn ekki er löngu hruninn vegna þessarar "gífurlegu" ofveiði færeyinga og íslendinga, er besta dæmið um hversu stór hann er og þar með stórhættulegur lífríkinu í íslenskri lögsögu.
"Ef ekki náist samkomulag við Íslendinga og Færeyinga fljótlega verði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að grípa til aðgerða. Segir Damanaki að deilan verði að leysast á þessu ári."
"Grípa" til aðgerða, einmitt, hótanirnar hafa ekki hrætt þessi tvö litlu eyríki til hlýðni, þá skal "Grípa" til aðgerða, aðgerða sem þarf reglubreytingu til að geta beitt, reglugerðir dagsins eru nefnilega slíkar að einungis er hægt að setja löndunarbann/viðskiftabann á þann fisk sem deilt er um og að auki þarf samþykki ALLRA ESB ríkja til að slíkt verði virkt, fyrir þá sem í "glýju" ESB ljómans ekki sjá þetta, þá vil ég benda á að þegar umsóknin um aðild var send inn 2009, voru reglurnar einmitt eins og í dag, eru ekki slíkar breytingar til þess fallnar að endurmeta umsóknina ?
Kosið verður um reglugerðarbreytingarnar í júní. Samkvæmt reglunum fær ESB heimild til að grípa til aðgerða gegn ríkjum sem eru ósamvinnuþýð og taka ekki upp samþykktar reglur sambandsins.
GEGN RÍKJUM SEM ERU ÓSAMVINNUÞÝÐ !! þetta er framtíðin sem nokkrir íslendingar vilja landi sínu og þjóð ÓTRÚLEGT !!
Nú er tíminn kominn til sýna ESB, hvernig og hversvegna íslendingar unnu þorskastríðin, það voru allskonar hótanir um allskonar viðskiftabönn, einnig "Gripið" til aðgerða, það voru miklar efasemdir um hafréttarlegann rétt íslendinga til útfærslu landhelginnar á öllum stigum, það var þá eins og nú verið að berjast við að bjarga lífríkinu kring um landið.
Að leggjast flatir fyrir óréttmætum kröfum ESB, vegna þess að kvótamálin þurfa að endurskoðast og það sé ástæða til að umbreyta þeim, og jafnvel ganga í ESB til að láta þá "hjálpa" þjóðinni við koma "beisli" á "vondu kallana" í LÍÚ, minnir mig á dæmisöguna um mýsnar tvær, köttinn og ostbitann.
Þau ykkar sem ekki hafa heyrt hana eða gleymt jafnvel, er hún svona:
Tvær mýs komust yfir vænann ostbita, ákváðu að skifta honum milli sín, en tókst ekki betur til en að einn hlutinn varð stærri en hinn, mýsnar ósáttar við þetta, hvorug vildi minni bitann, þá kom kisi framhjá og bauð aðstoð sína, "jú gæti hann kannski skift bitanum bróðurlega milli okkar" svöruðu mýsnar, "ekkert mál" sagði kisi, beit aðeins af stærri bitanum, en "tókst" ekki betur til en að hann var þá orðinn minni en hinn, svona gekk þetta koll af kolli þar til báðir ostbitarnir voru uppétnir, kisi labbaði saddur og sæll burtu, tvær mýs sátu svangar eftir.
Hef "pistlað" um þetta áður, með góðum linkum á það hvernig fólk með glóru í kollinum lítur á gildandi rök fyrir þessum skammarlegu kvótum til handa íslendingum og færeyingum HÉR og seinna við viðtal við Einar Guðfinnsson, eftir viðræður hans við aðila hjá ESB HÉR.
MBKV
KH
ESB hótar viðskiptabanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Hilmarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Íslendingar í Noregi Fyrir þá eru í ,ætla að fara, hafa verið og/eða hafa áhuga á Noregi
- Þjóðarheiður Samtök gegn Icesave
- Loftslag.is Hitun Jarðar m.m.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé að þú býrð í Noregi. Hefur þú kannað nýlega afstöðu ríkisstjórnar þinnar í þessu máli?
Pétur (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:01
Hér eru grútslappir kratar við stjórn (ennþá) ekki á jörðinni frekar en aðrir kratar, en stuðningur við íslendinga og færeyinga er meiri hérna en ykkur grunar, hefðir séð það ef þú nenntir að kíkja á "slóðirnar" sem ég vísaði á.
Kv
KH
Kristján Hilmarsson, 14.5.2012 kl. 18:09
Þetta útspil ESB hefur ekkert með fiskivernd að gera, enda algjörlega sammála um að ESB veit ekkert meira um hafið enn Íslendingar og Færeyjingar. HAFRO, sem er íslenska útgáfan af nútíma spákerlingum , veit ekkert meira enn neinn annar, hvorki ESB eða nein vísindi.
Hafið heldur áfram að vera dularfullt, menn halda áfram að vita meira um tunglið og stjörnunar enn hafið sjálft og það eina sem verður stærra er uppskafningsháttur valdafíkla heimsins og í þessu tilfelli "fiskisérfræðingar" ESB.
Dónaskapur í garð Íslendingar er alveg sjálfsagður í svona partíum eins og ESB. Fyrirbærið valdafíkill er að verða mesta eymd heimsins og er að sjálfsögðu greinilegastur í pólitíkinni og allstaðar þar sem fólk hefur það fyrir atvinnu að vera allt frá því að vera ósammála og till þess að geta startað stríðum....
Óskar Arnórsson, 14.5.2012 kl. 23:08
Sæll Óskar !
Þú ert ekkert að "skafa" af því, enda ekki þinn stíll að tala "tæpitungu".
En það er auðvitað mikið til í þessu, þessum "hroka" gagnvart öðrum, blind trú á eigið ágæti og að allt sé rétt og gott í eigin ranni.
Þar til viðbótar er svona reglukerfi og embættismannakerfi eins og ESB er stýrt með, svo þungt og svifaseint í vöfum, að það tekur aldrei mið af breyttum aðstæðum, fyrr en allt er um garð gengið, eins og þetta með breytt ferðamynstur og fæðukerfi makrílsins, þessvegna eru ákvarðanir þeirra um aðgerðir byggðar á úreltum og gömlum staðreyndum, en hindrar þá ekki í að beita sér samt.
Það er þarna sem maður sér munin á ESB annarsvegar og Noregi hinsvegar, því þó að Noregur sé búinn að semja við ESB um skiftingu milli Noregs og ESB, og þar með ESB meginn við borðið í þessu máli, gagnvart Íslandi og Færeyjum, þá er reginmunur á skoðun þeirra gagnvart þessum þáttum sem nefndir voru hér á undan, helstu rök norðmanna eru þau að þeir vilja ekki taka tillit til þyngdaraukans á makrílnum í íslenskri og færeyskri lögsögu.
Það sem kemur til með að ske er að Noregur mun að öllum líkindum draga sig frá ESB í þessu máli, en ekki þar með sagt að allt verði "goody" milli Noregs, Færeyja og Íslands fyrir því, en deilt yrði þá á allt öðrum grundvelli, grundvelli byggðum á sameiginlegum rannsóknum og betri þekkingu á ferðamynstrinu, stærð stofnsins og fæðumynstri ásamt nefndri þyngdaraukningu.
Ein aðalástæðan fyrir því að viljinn til að semja við íslendinga og færeyinga er meiri í Noregi en í ESB, er þetta með hótanir Marine Stewardship Council MSC um að neita að gefa út samþykkisskírteini á makríl frá bæði ESB og Noregi ásamt auðvitað Íslandi og Færeyjum, einmitt vegna fullyrðinga fiskifræðinga um meinta ofveiði, nú er þessi stofnun ekki með eiginlegt vald né getur gripið til beinna aðgerða, en eru mikill áhrifavaldur varðandi markaðina.
Þetta meina norskir útgerðamenn, að sýni svo ekki verði um deilt að rannsóknir á makríl verði að auka verulega, ekki síst þar sem flest bendir til að núverandi upplýsingar, upplýsingar sem öll deilan er byggð á, séu kolrangar, stofninn miklu stærri en talið er, ofveiði alls ekki til staðar osfrv. meðan núverandi ESB hliðholl ríkisstjórn Noregs fylgir Brussel (ennþá).
En nú snerist upphafspistillinn hér meir um þessar reglubreytingar sem eru á borðinu hjá ESB, afleiðingar þeirra fyrir aðildarumsókn Íslendinga ofl. fiskur mun alltaf verða deilu og samningsatriði, milli íslendinga og norðmanna eins og oft áður, milli íslendinga og færeyinga, milli þessara 3.þjóða innbyrðis og saman gagnvart öðrum evrópulöndum, þetta er ekkert slíkt sem hægt er að semja um eitt skifti fyrir öll, lífríkið, hitinn í sjónum og margir aðrir þættir gera að verkum að sífelldar breytingar verða, og þá þarf að semja/deila upp á nýtt, en það er ekki sérlega uppörvandi að sjá bákn eins og ESB vera að gera reglubreytingar, sem gera smáþjóðum sem velja að vera utan samtakanna miklu erfiðara fyrir að ná sínum skoðunum fram, um þetta snerist pistillinn eiginlega.
Séð í ljósi þess, er innspil "Péturs" nokkuð á skjön, eftir því sem ég best veit liggur ekki fyrir nein "aðildarumsókn" frá íslendingum um aðild að Noregi, en aftur á móti um aðild að ESB.
Takk fyrir innlitið Óskar
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 15.5.2012 kl. 10:45
Sama fólk innan ESB og sem finnst ekkert mál að hafa skoðanir á hversu mikilll fiskur er í sjónum, setti hænsnabændur á hausinn vegna þess að búrin voru ákveðin ca. 3 cm breiðari, hærri og lengri enn hænsni höfðu haft hingað til. Bændur sem ekki gátu keypt ný búr samkvæmt reglunum lögðu upp laupana.
Sama skeði fyrir marga þegar súperheilarnir ákvæðu að gúrkur mættu ekki vera bognar og að tómatar þurfi að vera að vissri stærð. Fyrir utan að núna er jafnmikill möguleiki að fá salmonellu í ESB og í allri Asíu, þá er miðstýringin orðin eins og í Rússlandi á "bestu tímum" kommúnista.
Byrokrati hefur eignast sjálfstætt líf og það fyrirbæri á eftir að éta upp venjulegt fólk á færibandi í framtíðinni. Ef íslendingar ákveða að vera með í ESB þá ættu þeir strak að fara að æfa sig í að fylla út eyðublöð, standa í röð á ótrúlegustu stöðum og læra hlýða því sem þeim er sagt að gera....
Óskar Arnórsson, 15.5.2012 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.