Heimska ?? eða Svik ?? sama hvað, burt með það.

Hvenær ætla menn að skora heimskuna á hólm ?

spyr Ómar Geirsson! í fyrirsögn á sínu bloggi við fréttina, og svo byrja umræðurnar....en hafi einhver efast um að heimskan sé til staðar (sem er nú varla tilfellið) þá þarf ekki að leita lengi, en ég valdi síðustu málsgreinina í fréttinni sem þessi pistill er runnin frá.

Tímabundinn vandi á evrusvæðinu 

Guðbjartur heldur áfram og segir íslensku krónuna hafa boðið upp á ítrekaðar kollsteypur fyrir lántakendur og raunar fært til fjármagn og íþyngt heimilisbókhaldinu.

Það er sífellt verið að fella krónuna, gamla gengisfellingin aftur og aftur. Viljum við búa við það til langframa? Þó verðtryggingin hafi ótal galla þá jafnar hún árlega greiðslubyrði lána en gallinn er að höfuðstóllinn hækkar. Nú þegar bjóða bankarnir upp á óverðtryggð húsnæðislán og Íbúðalánasjóður vinnur að því að bjóða einnig upp á slík lán, en rétt er að skoða vel kjörin á slíkum lánum og greiðslubyrði. Því miður eru þessi lán enn sem komið er til of skamms tíma og vextir geta hækkað,“ segir Guðbjartur sem kveðst enn eindregið fylgjandi upptöku evrunnar þrátt fyrir „tímabundinn vanda á evrusvæðinu“.

Toppheimskan er feitletruð, en skín annars í gegn í allri fréttinni.

Eða er þetta "heimska" sem líkamnar sig hér hjá Guðbjarti ?held því miður ekki, heimskan má gjarnan fræða að vissu marki, meðan "svikarinn" er í eðli sínu svikull, svikull við þá sem treystu honum, völdu hann til að leiða sig útúr ógöngunum og á leið réttlætis og sanngirnis, svikarinn sem viðheldur kúguninni og helgreipinni, allt í nafni blindrar trúar á að "himnaríkið" ESB sé lausnin.

Það þarf greinilega annað fólk að stjórnvelinum en þessar ESB heybrækur, sem ekki þora(eða vilja) að afnema verðtrygginguna, verðtrygginguna sem komið var á á sínum tíma til að vernda fjármagnseigendur (stóra sem smáa reyndar) í eintómu óðagoti manna sem ekki sáu fyrir afleiðingarnar, verðtryggingin sem hefur svo með klækjabrögðum verið beitt sem kúgunartæki bankabröskurum hag, og núna síðast til að kúga og hræða fólk í ESB aðild, eins og þetta: Hann segir nýjan gjaldmiðil þýða endalok verðtryggingarinnar. !!

Hrunið var afleiðing græðgi, spillingar, skorts á eftirliti og stjórnleysi, það sem er að gerast núna er ekkert annað en Landssvik og mannréttindarbrot, hreint út sagt, það er ekki of seint fyrir ykkur sem eruð að burðast við verja þetta, að snúa og vera með í "Skora heimskuna á hólm" því fyrr því betra.

MBKV

KH


mbl.is Skuldamál heimila í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband