Kristján er of "dipló"

Þetta dugleysi stjórnvalda við að leysa skuldavanda heimilanna, að ekki segja endurreisa hagkerfið þannig að verðtrygging og okurvextir verði úr sögunni, getur ekki verið tilkomið af heimsku einni saman, eða hvað ?

Þetta er farið að líkjast meir og meir "hráskinnaleik" stýrðum frá Brussel og AGS, hráskinnaleik sem hefur aðeins eitt markmið, hræða þjóðina inn í ESB.  

Stjórnvöld og ESB aðildarsinnar gætu allt eins lagt til að flytja alla þjóðina til, tja... Grikklands ? Spánar ? Portúgal ? nú eða bara Írlands eða.....

Verðtrygginguna settu íslendingar á sjálfir, hjálparlaust, verðtrygginguna geta íslendingar tekið af sjálfir, hjálparlaust "okurvextir" hverfa, eðlilegir vextir koma , þegar farið er að stýra efnahagsmálunum af skynsemi.

Auðvitað er það einhversskonar "skynsemi" og ekki heimska, þegar bæði AGS og ESB krefja löndin sem eru nefnd hér í byrjun, um stórfelldann niðurskurð í heilbrigðis, félags, mennta og samgöngumálum, viss skynsemi, sem byggist á því að tryggja fjármagnsbröskurum áframhaldandi óhóf og lúxuslíf.

Að "Brussel" muni láta sig skuldavanda heimilanna einhverju máli skifta, frekar en núverandi stjórnvöld, er þar með auðvitað "skynsemin" eina og sanna.

Rakst á þetta "sitat" fyrir stuttu, í stað Íslands stóð Afrika og í stað AGS stóð AIDS, annars passar þetta vel bæði á Ísland og víðar.

“The biggest problem in Iceland today is not !! AGS, poverty, disease, education, or urbanization; the biggest problem is LEADERSHIP !. When moral leaders with integrity and justice arise, then Iceland’s problems will be solved.”

Þegar búið er koma skuldamálum heimilanna í lag, skapa stöðugleika í efnahagsmálum og þar með fylgjandi hagvexti, þá má fara að ræða aðildir að einhverjum bandalögum, þannig að fólk geti metið það hlutlaust og án þess að verði blekkt og hrætt inn í þetta af duglausum leiðtogum, duglausum og jafnvel "fjarstýrðum" frá Brussel.

Að draga svona lappirnar eins og stjórnvöld gera í dag, er eiginlega ekkert annað en mannréttindabrot.

MBKV

KH


mbl.is Skuldarar geti skilað lyklunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kanntu betri ráð til að koma Íslendingum á skeljarnar svo esb virðist hávaxið?

GB (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 08:24

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

GB ! ?

En það er eiginlega málinu óviðkomandi hvort það er ég sem ekki skil GB eða hann/hún ekki mig.

Það sem skiftir máli núna er að nú þýðir ekkert að vera "dipló" lengur, nú þarf allt gott fólk eins og Kristján Þór og fleiri að byrja að tala með "skarpari" tungu, tala af sannfæringu, tala þannig að fólk trúi á réttlæti og leiðréttingu, vekja aftur vonina, aðeins ef rétt fólk kemst að, rétt fólk hvar í flokki sem er, fólk með skynsemina og ekki minnst réttlætiskenndina í lagi, þá mun hvorki Kristján Þór né annað got fólk standa aleitt gegn afturhaldsöflunum, þessvegna þýðir ekkert að vera "dipló" lengur, nú er runninn upp tími skýra orðalagsins, tala af krafti sannfæringar og í  tón sem hvorki anstæðingar né fylgjendur geta misskilið.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 20.4.2012 kl. 09:28

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég kann gott ráð GB.

Að Íslendingar lesi þennan pistil og skilji.

"Verðtrygginguna settu íslendingar á sjálfir, hjálparlaust, verðtrygginguna geta íslendingar tekið af sjálfir, hjálparlaust "okurvextir" hverfa, eðlilegir vextir koma , þegar farið er að stýra efnahagsmálunum af skynsemi."

Sumt er ekki flókið. 

Það eru aðeins hagsmunir sem gera hlutina flókna, og þá í þágu fépúka.

Takk fyrir góðan pistil Kristján.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2012 kl. 09:58

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Takk Ómar !

"Stjórnvöld og ESB aðildarsinnar gætu allt eins lagt til að flytja alla þjóðina til, tja... Grikklands ? Spánar ? Portúgal ? nú eða bara Írlands eða....." Þessi setning fékk sterkari merkingu akkúrat, þegar ég sá þetta:http://eyjan.is/2012/04/16/paul-krugman-allur-heimurinn-mun-gjalda-fyrir-mistok-evropurikja/?fb_ref=.T5EpmS53MzA.like&fb_source=home_oneline

 Það er "linkur" á upphaflegu  fréttina á New York Times þarna hjá Eyjunni, eða bara HÉR það er ekkert síður athyglisvert að lesa "kommentin" við fréttina, en hana sjálfa, t.d. þessi hér:

"Given that military responses are off the table, what is bound to happen? America can defend the dollar. Who defends the Euro? We face, perhaps, the largest test of non-violence that we have ever faced. How far can the powerless be pushed? The corporation has made power amorphous. How does one rebel against a bank?"

 Það er mikið vonleysi í gangi allstaðar, hvenær fer það yfir í örvæntingu og blinda heift ??

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 20.4.2012 kl. 13:36

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Betra að nota "linkinn" á "eyjunni", minn krefst innskráningar, þrátt fyrir copy/paist ?

Kv

KH

Kristján Hilmarsson, 20.4.2012 kl. 13:38

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er stóra myndin Kristján, og henni verður aðeins breytt ef einhver byrjar að berjast á móti.

Það er ekki rök í málinu að öflin séu svo voldug og global, allt á sitt upphaf, líka baráttan gegn hinu stóra.

Það eina sem er ekki til staðar í dag er trúin hjá fólki að það geti breytt einhverju, að það geti lagt Hrunöfl heimsins að velli.

En upphaf alls er að einn trúi, svo tveir, svo þrír og svo koll að kolli.

Og Global þarf sama ferli að fara að stað sem víðast.  Að lokum ná menn að sameina krafta sína.

Annars???, það er ekkert annars, það er enginn annar möguleiki í stöðunni og þá þýðir bara ákkúrat ekkert að rífast yfir því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2012 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband