14.4.2012 | 11:06
Sundruð þjóð !!
Sundruð þjóð, en leitar þó til stærsta stjórnarandstöðuflokksins, ekkert að því svosem, en mótvægið sem nauðsynlegt er í hverju lýðræðisríki, er svo sundrað að lítil von er um samstöðuna sem nú er þörf á í samfélaginu, samstöðuna og samvinnuna sem er EINA von lands og þjóðar til endurreisnar, ekki til 2006 og 07 eins og Ómar telur að þessi könnun sýni, heldur endurreisnar til betri tíma fyrir alla þegna landsins og endurreisnar á stoltinu gagnvart umheiminum, sem er nauðsynlegt að hafa í farteskinu í hverskonar deilumálum og viðræðum um aðildir að bandalögum eða ekki.
Vísa annar á fyrra blogg mitt um sama efna en aðra frétt: http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1234330/
MBKV
KH
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Hilmarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Íslendingar í Noregi Fyrir þá eru í ,ætla að fara, hafa verið og/eða hafa áhuga á Noregi
- Þjóðarheiður Samtök gegn Icesave
- Loftslag.is Hitun Jarðar m.m.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við erum í vondum málum ef Sjáfstæðið kemst til valda aftur, það sama á við um hina aðalflokkana þrjá! Allir þessir flokkar verða að víkja það er lýðræðiskrafa.
Sigurður Haraldsson, 14.4.2012 kl. 13:58
Þú meinar líklega "íhaldið" Sigurður sjálfstæði og sjálfstæð hugsun er ekki það versta sem getur hent.
En já skil alveg hvað þú ert að fara, þetta með "fjórflokkinn" það er bara svo lítil von til annars, þegar litið er á fylgi hinna nýju framboða og hreyfinga .
Enda held ég að lítið sem ekkert gerist fyrr en fólk fer að sýna alvöru "sjálfstæði" , fer að hlusta á eigið hjarta í stað "síbiljunnar" frá Austurvelli, það verður aldrei "blóðug" bylting á Íslandi það vitum við, en bylting innan frá, sama hvaða áherslum fólki finnst að eigi að reka eitt gott samfélag með, sama hvaða flokki það finnst hafi "réttu" stefnuskrána varðandi rekstur félagsmála, menntunarmála, atvinnumála og heilbrigðismála að ógleymdum samgöngumálunum, þau síðastnefndu sem vefast inn í öll hin, meir en margann grunar.
Þetta eru nefnilega málin sem minnstur ágreiningur er um hjá bæði fólki flestu og þeirra kjörnu fulltrúa, það skilja aðeins áherslur, áherslur sem eru sjálfsagðar í heilbrigðu og óspilltu lýðræðisríki.
En þegar spillingin er búin að fá að grassera í friði jafnlengi og raunin er á Íslandi, þegar menn eru að missa sig í ótímabærum aðildarviðræðum við ESB, sem ekkert hafa fært hingað til nema algera sundrungu meðal þjóðarinnar, sundrungu sem XD hefur svo sannarlega gert sitt til að vera með í að skapa og uppsker nú einn flokka árangurinn af, þá er ekki mikið heilbrigði né lýðræði eftir.
En vonin er meðal almennings, meðal kjörinna fulltrúa sem þora, með skynsama kjósendur (allra flokka) að bakhjarli, að rísa gegn spillingunni í eigin röðum, taka allt óþarfa karp af borðinu, bretta upp ermar og fara í að reisa land og þjóð af hnjánum og í upprétta stöðu.
"Með skynsama kjósendur" að bakhjarli, þar í liggur byltingin, inni í okkur sjálfum, stingum nú puttunum í eyrun smástund, lokum úti múgæsingar "síbiljuna" frá Austurvelli smástund, hlustum á eigið hjarta og spyrjum okkur sjálf "Hvernig samfélag viljum við handa okkur og afkomendum okkar ?" ef hægt væri að taka svona "Capacent" mælingu á þessari rödd hjartans, myndum við verða hissa að sjá fjöldann og aflið sem hann getur leyst úr læðingi.
Það er fólkið sem á landið, það er fólkið sem kýs og ræður einstaklinga í vinnu fyrir sig, það er fólkið sem á setja vinnureglurnar en ekki spilltir handbendar gráðugra og enn spilltari braskara sem eingöngu hugsa i skammtímagróða, það er til nóg af heiðarlegum og duglegum fjármála og athafnamönnum sem vilja vinna og byggja upp, bara ef umhverfið er rétt.
"Fjórflokkinn" burt !! ef hent er út úr húsi, öllum þeim eru á góðri leið með að eyðileggja, ekki bara húsið og orðstír þess, heldur allt hverfið, verður bæði húsið og hverfið notalegt og gott að búa í, svo gott fólk, sprengið spillinguna innanfrá í ykkar annars ágætu flokkum.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 14.4.2012 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.