28.3.2012 | 11:26
Naflaskoðun á háu plani
Auðvitað má reikna allt verð útfrá því hversu marga tíma þarf að vinna fyrir vissu magni af einhverri vöru og/eða þjónustu, þó það virðist sem viðkomandi fréttamanni séu þetta alveg glæný sannindi, þá er þetta vel þekkt fyrirbæri og kallast kaupmáttur, hringir það einhverjum bjöllum ??
Það er meira í þessari frétt sem er ekki til sérstaks sóma svona málfars og fréttaflutningslega:
"Þó margir Norðmenn bölvi háu verði á bensíni má færa fyrir því rök að það sé lágt ef tekið er tillit til launaþróunar í landinu.
Kaupmáttur í Noregi hefur aukist ár frá ári. Verðlag er þar líka hátt og líklega er verð á eldsneyti hvergi í heiminum jafn hátt og í Noregi. Þegar verðlag í Noregi er borið saman við verðlag í öðrum löndum er hins vegar nauðsynlegt að taka tillit til þeirra háum launa sem greidd eru í Noregi."
Það sem er feitletrað finnst mér í besta falli mótsagnakennt, í versta falli... nei sleppum því.
En fyrirsögnin á þessum pistli er "Naflaskoðun á háu plani", í heimi eins og við búum í með viðskifti milli landa og landsvæða sem aldrei fyrr, bæði vörur og þjónusta þekkir engin landamæri lengur, allavega ekki þau hefðbundnu, en við erum svo að fá önnur og "gráleitari" landamæri, og það er einmitt verðlag, laun og kostnaður, þessir þrír þættir eru svo tengdir að ef þeim ekki er haldið í skefjum, munu þeir sem missa stjórnina á þeim, verðleggja sig út af öllum mörkuðum.
Það er (réttilega) bent á launaþróun í Noregi, samningar á vinnumarkaði eru frjálsari í Noregi en víðast hvar, sjaldan að ríkið komi að þeim, enda engin verðtrygging í Noregi, verðtrygging sem verndar þá sem eiga fé fyrir, en sendir launþegana í dýpri skuldir og örvæntingu.
Það er vegna þessara frjálsu samninga á launamarkaðnum að Noregur ætti að fara gætilegar í verðhækkanir umfram eðlilegt markaðsverð á t.d. bensíni, því ef við lyftum augunum upp úr naflanum sem þessi einblíning á kaupmáttinn í einstöku landi, þá er samhengið jú miklu víðara, allur kostnaður sem lagður er á einstaklinga og fyrirtæki umfram það sem er í dag, slær út í hækkunum á vörum og þjónstu bæði til innanlandsbrúks og ekki síst á útflutningsvörur og þjónustu. (athugandi fyrir íslensk stjórnvöld)
Ég sé að það er vitnað í norska "sérfræðinga" t.d. þennan:"Sjeføkonom Harald Magnus Andreassen i First Securities sier til E24 at forbrukerne ikke har noen særskilt grunn til å klage på bensinprisen."
Naflaskoðun á hástigi "Neytendur" norskir á hann þá við, en hvað með þá sem ekki eru norskir en eru háðir vörum og þjónustu frá Noregi, ferðamenn m.a. ???
Þetta styður svo "Arild Hermstad, leder i Framtiden i våre hender, som mener det norske folk har blitt lurt til å tro at vi har høye bensinpriser.
Vi har nesten aldri måtte jobbe så lite for å kjøre så langt som vi gjør nå. I tillegg er bilene blitt mer bensingjerrige slik at du kommer lenger på en liter, sier Hermstad til Framtidens egne nettsider.
Samtökin "Framtiden i vare hender" eru nokkuð fanatísk umhverfisverndarsamtök, ekki það að ekki sé þörf á slíkum "samvisku" samtökum, en eins og sjá má er hann sammála "sjefsökonomen" bara á allt öðrum forsendum.
Svo bensín ER dýrt í Noregi, það eru laun og ýmiss kostnaður líka, allt sem gert er til að auka þennan kostnað er til baga fyrir bæði norðmenn og viðskiftaþjóðir þeirra.
Ég hætti þessu núna og fer að hreinsa ló úr naflanum mínum.
MBKV
KH
Ódýrt bensín í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Hilmarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Íslendingar í Noregi Fyrir þá eru í ,ætla að fara, hafa verið og/eða hafa áhuga á Noregi
- Þjóðarheiður Samtök gegn Icesave
- Loftslag.is Hitun Jarðar m.m.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Naflaskoðun er alltaf góð Kristján.
En bróðir menn sagði mér að Svíar væru hrifnir af norska kerfinu. Þeir nefnilega þiggja launin en lifa í Svíþjóð. Þá á ég við Svía sem fara á vertíð til Noregs.
Menn gleyma oft að lífskjör eru samspil launa og útgjalda.
Og mér er til efs að Norðmenn séu of sælir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 13:11
Ég er búinn að vera hér það lengi (27 ár bráðum ) að ég hef upplifað smásveiflur, t.d. 1990 til c.a. 1994 var töluverður samdráttur í byggingabransanum hér í Noregi og menn fóru í stórum stíl til Þýskalands, einnig annað, núna er þetta svo öfugt, hér myndi lítið ganga ef ekki væri fyrir starfskrafta erlendis frá, mikið frá Póllandi, en einnig mikið frá Svíþjóð, og Svíar eru margir hverjir í sérstöðu vegna nálægðar landanna, sumir "dagpendla" (keyra í vinnuna) jafnvel, aðrir búa í vinnubúðum alla vikuna og fara svo heim um helgar, og þá er eins og brósi þinn segir, tekjurnar í Noregi og útgjöldin í Svíþjóð = góð lífskjör.
Best væri auðvitað að sveiflur væru minni og menn gætu bara verið þar sem þeir vilja vera óháð afkomunni, en úr því svo er ekki, er þetta næstbest, þetta að geta flutt sig milli landa eftir hvar er nóg að gera hverju sinni, eins og landar vorir eru reyndar búnir að gera í stórum stíl hingað til Noregs.
Hvort norðmenn séu "of sælir" er erfitt að svara svona í hvelli án viðmiðunar, en stærra hlutfall norsku þjóðarinnar hefur það líklega betra afkomulega en svipað hlutfall hjá nágrannaþjóðunum, að ekki sé talað um Ísland.
Það er ískyggileg "laumu"skattlagning hér í Noregi, það mikil að ég er handviss um að raunskattaprósentan er hærri en hjá Dönum og Svíum, þó tekjuskattur sé lægri, en svo er næstum undantekningalaust ef einhver bryddar upp á því, þá rjúka aðrir til og segja "já en við höfum það nú betra hér í Noregi en flestar aðrar þjóðir" er núna að tala um fólk flest, fólk í vinnunni og annarsstaðar.
Mér persónulega ofbýður "sírennslið" og bruðlið í allt og ekkert, sumt er verið að fletta ofan af, annað gengur sinn gang, en svo er bara dæla upp meiri olíu ef vantar pening, eða það sem vinsælla er, finna upp en einn "laumu" skattinn.
En já Ómar ! við getum verið sammála um það að samspil launa og útgjalda = lífskjör, einfaldara er varla hægt að segja það sem satt er, líklega of einfalt og satt fyrir ríkjandi ráðamenn gamla landsins.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 28.3.2012 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.