27.3.2012 | 21:41
Öfundaðir !?
Það er kannski rétt að bíða aðeins með "sleggjudómana", þar til allt kemur fram í þessu máli, en svona í fyrstu atrennu virðist vera að reglur og umhverfi séu til staðar, sem gerir svona "verðstýringu" mögulega, á hinum ýmsu liðum í ferlinu sem er alfarið undir stjórn sama fyrirtækis, ekki gott kerfi þar sem hægt er þá að velja hvar er hagkvæmast að hafa fé af starfsfólki, að ekki sé talað um skattatekjur til ríkisins (almannfé) það er þá kerfið í kring um þetta sem er ábótavant, barnalegt að ætla "bisnissmönnum" að láta vera að nýta sér slíkt.
En svo "hjó" ég eftir dálitlu sem framkv.stj, LÍÚ sagði í viðtalinu.:
"Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sagði í Kastljósi það fyrirkomulag að sama fyrirtækið hefði á sinni könnu veiðar, vinnslu og sölu afurða hafa styrkt stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Spurður að því hvort þetta veitti mönnum ekki tækifæri til að greiða lægra verð fyrir fiskinn svaraði hann því neitandi. Við getum haldið á allri keðjunni, veiðum, vinnslu og sölu og þetta er það sem við erum öfundaðir af víða, sagði Friðrik."
Öfundaðir af hverjum ? samkeppnisaðilum sem ekki hafa þennann möguleika, ? erlendum aðilum sem vinna í strangara umhverfi og aðhaldi ? hann nefndi það ekki.
Að svara því neitandi "hvort þetta veiti ekki mönnum tækifæri til að greiða lægra verð fyrir fiskinn (í fyrstalið t.d.) svaraði hann því neitandi.......??? það var ekki spurt hvort þetta hefði verið gert, heldur hvort það væri ekki MÖGULEGT ! , er ekki sérlega traustvekjandi svar hér heldur.
MBKV
KH
Talin hafa selt afurðir á undirverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Hilmarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Íslendingar í Noregi Fyrir þá eru í ,ætla að fara, hafa verið og/eða hafa áhuga á Noregi
- Þjóðarheiður Samtök gegn Icesave
- Loftslag.is Hitun Jarðar m.m.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.