7 hetjur ríða aftur ! eða...?

"The magnificent seven" hörku "kúreka" mynd bygð á "Seven Samurais" mynd hins fræga japanska leikstjóra og kvikmyndagerðamanns Kurosawa, þar komu 7 hetjur ríðandi á völl og frelsuðu lítið mexíkanskt þorp undan ánauð og kúgun glæpagengis, gerðu þetta alveg án tillits til eigin frægðar, frama eða öryggis, enda tíndu margir tölunni við aðgerðina.

Nú ríða 7 "hetjur" (?) fram á völl á Íslandi, til að frelsa þjóðina úr ánauð, og kúgun glæpaflokka ? nei heldur til að reyna með öllum ráðum að "múlbinda" sem best þeir geta þann eina sem virkilega stóð með þjóðinni á ögurstundu, þegar þessar sömu 7 "hetjur" og meðreiðarmenn þeirra reyndu að koma þjóðinni í enn meiri ánauð og skuldaklafa en fyrir var.

Eitt sinn riðu hetjur um héruð, nú læðupokast hugleysingjarnir á mála hjá ræningjum. 

MBKV

KH


mbl.is Vilja að forseti setji siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Íslenska útgáfa þessara mynda er Hrafninn flýgur enda kallað Hrafn Gunnlaugsson sjálfan sig, (af alþekktu lítillæti) Kurosawa norðursins eða Segio Leone Íslands.  Sú mynd flokkast óopinberlega sem spaghetty Viking mynd.;)

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2012 kl. 18:07

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mig minnir svo að Kurosawa hafi sótt efniviðinn í Shakespere. King Lear, held ég. Sergio vitnaði í Kurosawa og Hrafn í Sergio. Hann hefði því með góðri samvisku getað hnykkt á vegtyllunni og kallað sig Shakespere söguþjóðarinnar. Eða Shakespere of the Sagas altsoh..

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2012 kl. 18:10

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hvað getur maður sagt þegar sérfræðingar koma á völl  takk Jón ! Jú "Krummi" sótti hugmyndir í smiðju Kurosawa og Leones líka, ég hef svo reyndar heyrt að Kurosawa hefði blandað gamalli japanskri sögu og King Lear Shakspears, en sel það ekki dýrara en ég keypti.

Var einmitt (í nostalgíukasti) að horfa á mynd Hrafns "Opinberun Hannesar" á sama DVD eru sjónvarpsþættir gerðir af honum og leikstýrt, "Undir sama Þaki" frá 1975, sem slíkir OK, hafa elst þokkalega, en myndin ekki að sama skapi

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 27.3.2012 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband