"Sjónarmiðum íslendinga" ?

"Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Icesave-málið væri stórt mál og því væri ekki óeðlilegt að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vildi koma að því. Hún sagði að krafa framkvæmdastjórnarinnar fæli í sér tækifæri fyrir Íslendinga að koma sjónarmiðum sínum betur á framfæri og að ekki væri rétt að leggjast gegn henni."

Ekki óeðlilegt ?? nei í sjálfu sér ekki, en það að ESB geri þetta sé ekki óeðlilegt er nú kannski ekki það sama og það sé ákjósanlegt, né beinlínis hvetjandi fyrir áframhaldandi aðildarviðræðum, en Jóhanna og co, hafa örugglega skýringu á því fyllingu tímans, að þetta sé bara enn ein sönnunin á hvernig ESB "heldur utan um" sín lönd eins og sést hefur nefnt í röksemdum aðildarsinna.

Þetta á ekkert að koma á óvart, séð í ljósi þess hverjir ráða í raun í ESB, dómstóll EES landanna EFTA dómstóllinn, fær litlu áorkað með sínum 3 dómurum, með ESB sína 27 hangandi yfir sér, bara láta þetta ganga sinn gang, en að hætta á meðan öllu "spjalli" um aðild, allavega þar til ESB dregur fiskveiði "kanínuna" upp úr hattinum, en ÆÆ! gleymdi því, þar stendur líklega makríldeilan og hindrar það.

"Tækifæri til að koma sjónarmiðum ÍSLENDINGA !! á framfæri, hvaða sjónarmiðum og hvaða íslendinga ?? eðlilegt að spyrja að því, þar sem Jóhanna & co hafa nú sundrað þjóðinni meira en nokkrum gæti dottið í hug að væri hægt.

Reyndar ekki ein um það því miður, stjórnarandstaðan, sem sjaldan hefur átt auðveldari leik en nú, er með í þessum hráskinnaleik karps og deilna um allt og ekkert, í stað þess að hvetja til og stuðla að samstöðu og samvinnu um það sem skiftir máli, endurreisa land og þjóð efnahagslega og það af eiginn rammleik.

En þetta skýrist væntanlega í fyllingu tímans.

MBKV

KH


mbl.is Rangt að leggjast gegn kröfunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var meira gaman af því að heyra að nú ætli hún að verja málstaðinn okkar.... en ekki eins oog í IceSave að gefa hann upp á bátinn.

Alltsaman er nú reyndar lúff hjá henni enda liggur hún með boruna upp í loftið og býður öllum sem tala um EURO að taka á sér rúnt.

Á sama tíma er verið að tala um að Spánn sé að velta framaf skuldabrúninni og að Evrópusambandið hafi ekki efni á að bjóða þeim það sama og Grikkjum....

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 09:20

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Takk fyrir innlitið Óskar !

Spurningin er hvað hún meinar með "sjónarmiðum" og "hvaða" íslendinga, svona séð í ljósi Icesave sögunnar, eins og bendir á.

kv

KH

Kristján Hilmarsson, 13.4.2012 kl. 09:30

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristján. Það var fengin mjög fær kona til Íslands, til að stýra rannsókn á ruglinu. Sú ágæta kona heitir Eva Joly. Hún ráðlagði íslendingum að þeir mættu ekki finna uppá því að borga ICESAVE.

Hún benti réttilega á að þetta mál væri fordæmisgefandi.

Staða Íslands er sterk í að hafna þessum óraunhæfu kröfum fjármálastofnana glæpamanna. 

Í raun er fjármálakerfi og bankasvikamylla Evrópu, og vestursins alls, byggt á blekkingum, óheiðarlegum viðskiptum og ránum, og er í raun fallið. Topparnir eru bara svo sjúkir að þeir eru enn í afneitun. Það þýðir ekki að almenningur eigi að afneita raunveruleikanum og staðreyndum líka.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 09:32

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Takk fyrr innlitið Anna ! og ábendinguna, en þetta vissi ég fyrir og einnig hvernig "Topparnir" (átt líklega við spilltu pólítíkusana sem vinna HÖRÐUM höndum fyrir ræningjana) vísvitandi nota allt tilgengilegt af fjölmiðlum og öðru við að mata fólk með rugli og sundra þar með allri samstöðu og heilbrigðri hugsun.

En þetta þokast í rétta átt allt saman, fólk er átta sig bæði á Íslandi og annarsstaðar.

MBKV

KH

PS. Evu Joly veit ég einnig góð skil á, hún er norsk/frönsk einn færasti spillingardómari Evrópu, eldklár á sínu sviði, en er núna að tapa hressilega í forsetakosningunum í Frakklandi, því miður.

KH

Kristján Hilmarsson, 13.4.2012 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Hilmarsson

Höfundur

Kristján Hilmarsson
Kristján Hilmarsson
Innfæddur Gaflari, búsettur í Noregi síðan 1985
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault
  • hqdefault

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 589

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband